Guðni Jónsson (Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðni Hallgrímur Jónsson.

Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, síðar á Ásavegi 14 í Eyjum fæddist 15. desember 1856 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði og lést 10. október 1943 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Hallsson bóndi, f. 24. desember 1802, d. 1871, og kona hans Sigurbjörg Indriðadóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1816, d. 1882.

Guðni ólst upp með foreldrum sínum og var fyrirvinna móður sinnar eftir lát föður síns.
Hann var bóndi á Þrastarstöðum 1880-1890, á Heiði 1900-1910.
Þau Sigurlaug giftu sig 1880, eignuðust þrjú börn en eitt þeirra komst upp. Hún lést 1887.
Hann kvæntist Stefaníu 1891. Þau eignuðust átta börn, en fimm komust upp.
Þau Stefanía brugðu búi 1910 og dvöldu hjá börnum sínum á Siglufirði og hjá Sigurlaugu dóttur sinni og Þorsteini Steinssyni að Ásavegi 14. Guðni var kominn þangað 1934.
Stefanía lést 1937 og Guðni 1943.

Guðni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (24. september 1880), var Sigurlaug Steinsdóttir frá Lambanesi í Austur-Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, f. um 1852, d. 10. mars 1887. Þau eignuðust þrjú börn, en eitt komst upp.
Barn þeirra:
1. Sigurbjörg Guðnadóttir húsfreyja á Sjöundastöðum í Fljótum og á Hótel Hjalteyri í Eyjafirði, f. 21. mars 1884, d. 13. júní 1948. Maki I: Marteinn Aðalsteinsson. Maki II: Sigurður Gunnlaugsson.

II. Síðari kona Guðna, (24. október 1891), var Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 28. febrúar 1868 á Bjarnastöðum í Unadal í Skagafirði, d. 25. ágúst 1937.
Börn þeirra:
2. Jón Guðnason bóndi á Heiði í Sléttuhlíð, f. 11. desember 1888, d. 24. maí 1959. Kona hans var Björg Sveinsdóttir húsfreyja, bóndi á Heiði.
3. Rósmundur Jónatan Guðnason sjómaður, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 6. mars 1900, d. 23. júlí 1967. Kona hans var María Jóhannsdóttir húsfreyja.
4. Guðbjörg Guðnadóttir á Faxastíg 25, húsfreyja, f. 8. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1988, kona Marinós Jónssonar pípulagningameistara.
5. Frímann Þorsteinn Guðnason verkamaður, sjómaður á Siglufirði, f. 30. september 1906, d. 10. mars 1974. Kona hans var Björg Benediktsdóttir húsfreyja.
6. Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja á Ásavegi 14, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974, kona Þorsteins Steinssonar vélsmiðjustjóra, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982.

III. Barnsmóðir Guðna var Kristín Jónsdóttir á Hofsósi, vinnukona, síðar húsfreyja í Hrísey, f. 21. ágúst 1867, d. 21. janúar 1934.
Barn þeirra:
7. Guðný Guðnadóttir húsfreyja á Litlu-Brekku á Höfðaströnd í Skagafirði og á Siglufirði, f. 29. janúar 1891, d. 26. janúar 1981. Maður hennar var Rögnvaldur Sigurðsson bóndi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.