Þórarinn Ágúst Jónsson (Bjarma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 19:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 19:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórarinn Ágúst Jónsson (Bjarma)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórarinn Ágúst Jónsson frá Siglufirði, sjómaður fæddist 26. desember 1930 og lést 17. júní 1996.
Foreldrar hans voru Jón Friðrik Marinó Þórarinsson verkamaður, sjómaður á Siglufirði, f. 2. maí 1905, d. 20. mars 1979, og Sigrún Ólafía Markúsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og á Siglufirði, f. 27. október 1907, d. 2. október 1982.

Þórarinn fluttist til Eyja, bjó með Huldu í Bjarma 1958 og 1959, en á Hásteinsvegi 7 1963 og fram að Gosi.
Þau fluttust til Reykjavíkur í Gosinu, til Grindavíkur og þaðan til Eyja, þegar fært varð, bjuggu á Foldahrauni 41.
Hulda lést 1988.
Þórarinn fluttist til Siglufjarðar, en síðan í Mosfellsbæ. Hann lést 1996.

I. Barnsmóðir Þórarins var Jóna Friðgerður Ingibjörg Sigurgeirsdóttir á Siglufirði, f. 14. maí 1832, d. 6. apríl 1997.
Barn þeirra:
1. Pálína Kristín Þórarinsdóttir, f. 6. september 1951.

II. Kona Þórarins Ágústs, (26. desember 1961), var Hulda Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1919, d. 15. desember 1988.
Börn þeirra:
2. Sigríður Ágústa Þórarinsdóttir, f. 30. maí 1958, d. 12. ágúst 2015.
3. Sigrún Ólafía Þórarinsdóttir, f. 25. júní 1959.
4. Gústaf Adólf Þórarinsson, f. 13. maí 1963.
Börn Huldu frá fyrra hjónabandi hennar með Gústafi Adólf Runólfssyni vélstjóra og stjúpbörn Þórarins voru.
5. Hrefna Gústafsdóttir, f. 12. mars 1942 í Birtingarholti, síðast í Eyjum, d. 10. desember 1971.
6. Linda Gústafsdóttir, f. 31. júlí 1943 í Birtingarholti.
7. Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
8. María Gústafsdóttir, f. 11. september 1948 á Boðaslóð 3.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.