Ólafur Halldórsson (Kirkjuhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2016 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Halldórsson (Kirkjuhól)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Halldórsson á Kirkjuhól, sjómaður, síðar í Reykjavík, fæddist 7. febrúar 1898 á Krossi í Berufirði og lést 15. september 1981.
Foreldrar hans voru Halldór Halldórsson bóndi, beykir, hagyrðingur á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, f. 2. október 1866, d. 25. apríl 1924 og kona hans Elísabet Brynjólfsdóttir húsfreyja á Hafnarnesi, síðan á Kirkjuhól, en síðast í Reykjavík f. 7. mars 1866, d. 3. desember 1947.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, var formaður á róðrarbát á Hafnarnesi 1920.
Hann fluttist til Eyja ásamt Elísabetu móður sinni, Stefáni bróður sínum, Ástríði konu hans og Halldóri barni þeirra 1927.
Þau mæðgin, Elísabet og Ólafur, bjuggu á Kirkjuhól.
Ástríður kona Stefáns lést úr berklum 1929 og tóku þau mæðgin, Ólafur og Elísabet, Halldór Brynjólf barn Stefáns að sér og ólu hann upp.
Þau fluttust til Reykjavíkur þar sem Ólafur var sjómaður í fyrstu, en lengst hafnarverkamaður hjá Eimskip.
Hann bjó hjá Halldóri fóstursyni sínum uns hann fluttist á Hrafnistu í Reykjavík.
Ólafur kvæntist ekki.
Hann lést 1981.

Fóstursonur hans og Elísabetar móður hans var
1. Halldór Brynjólfur Stefánsson bróðursonur Ólafs, f. 3. mars 1927 á Hafranesi við Fáskrúðsfjörð, d. 25. febrúar 2006. {{Heimildir|


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.