Halldór B. Stefánsson (Hrafnabjörgum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halldór Brynjólfur Stefánsson.

Halldór Brynjólfur Stefánsson frá Hrafnabjörgum, sjómaður, loftskeytamaður, skrifstofumaður fæddist 3. mars 1927 á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði og lést 25. febrúar 2006.
Foreldrar hans voru Stefán Halldórsson, f. 9. júní 1903, d. 25. mars 1997, og kona hans Ástríður Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1908, d. 28. júní 1929.

Halldór fluttist með foreldrum sínum til Eyja frá Stöðvarfirði 1927.
Þau bjuggu á Hrafnabjörgum við Hásteinsveg 40.
Ástríður móðir Halldórs lést af berklum, er hann var tveggja ára.
Hann fór í fóstur til föðurmóður sinnar Elísabetar Brynjólfsdóttur og föðurbróður síns Ólafs Halldórssonar á Kirkjuhól og í Reykjavík.
Halldór fór í Loftskeytaskólann og var loftskeytamaður á togurum í nokkur ár, var vörubílstjóri um skeið, en lengst vann hann hjá SÍS, Sambandi íslenskra samvinnufélaga.

I. Barnsmóðir Halldórs var Kristín Helga Kristjánsdóttir, f. 24. janúar 1926, d. 28. febrúar 2005.
Barn þeirra:
1. Ólafur Sigurður Halldórsson, f. 27. nóvember 1947. Kona hans: Auður Sigurðardóttir, f. 27. apríl 1949.

II. Kona Halldórs, (1. nóvember 1949), var Hallgerður Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1927. Foreldrar hennar voru Páll Anton Þóroddsson stýrimaður, verkamaður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1898, d. 20. maí 1978, og kona hans Elín Anna Björnsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1894, d. 30. ágúst 1983.
Börn þeirra:
2. Páll Halldórsson eðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, fyrrverandi formaður Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra náttúrufræðinga, f. 4. ágúst 1950. Kona hans er Sólveig Arngrímsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1947.
3. Ásta Halldórsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1955. Maður hennar er Einar Erlendsson, f. 15. maí 1954.
4. Elín Ýr Halldórsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 22. júní 1958. Maður hennar er Kristján Magnús Baldursson landfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 6. desember 1955.
5. Ólöf Eir Halldórsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1969. Maður hennar: Jenni Guðjón Axelsson Clausen, f. 27. febrúar 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.