Heimagata 25

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. desember 2022 kl. 20:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. desember 2022 kl. 20:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Heimagata 25
Heimagata 25
Heimagata 25
Grunnmynd

Heimagata 25 var reist af Kristjáni Jónssyni frá Heiðarbrún trésmiði árið 1929 fyrir Sigurð Ásgeir Gunnarsson og bjó hann ásamt konu sinni Sigríði Geirsdóttur og börnum þeirra Jóhönnu og Ólafi Ásgeiri í húsinu til ársins 1942.

Árið 1952 til 1953 bjó Ólafur Ásgeir ásamt konu sinni Kristínu M. Guðjónsdóttur og dóttur þeirra Björgu í húsinu.

Í húsinu við Heimagötu 25 bjuggu eftirtaldir íbúar þegar gaus: Ásdís Sveinsdóttir, Friðrik Guðjónsson, Sigrún Sigurðardóttir, Guðbjörg Ósk Ólafsdóttir, Sigurbjörg H. Pálsson, Elsa Skarphéðinsdóttir, Sveinn Jónsson, Kristín Þorleifsdóttir.

Í húsinu var starfandi skattstofa fyrir Vestmannaeyjar, þá starfaði sem skattstjóri Jón Eiríksson (skattstjóri). Fjölskylda hans bjó í húsinu, Bergþóra Guðjónsdóttir var eiginkona Jóns og þar bjuggu einnig börn þeirra: Þorbjörg Jónsdóttir (dóttir Jóns og Önnu Nikulásdóttur), Sigríður Jónsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Guðjón Jónsson og Eiríkur Jónsson.


Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1. desember 1972.