Ingibergur Friðriksson (Batavíu)
Ingibergur Guðmundur Friðrikson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri við Vestmannaeyjahöfn og afgreiðslumaður, síðast hafnsögumaður fæddist 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða og lést 2. janúar 1964.
Foreldrar hans voru Friðrik J. Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, múrari í Batavíu, f. 2. nóvember 1988, d. 10. júní 1980, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1889, d. 28. ágúst 1983.
- Hjónin frá Batavíu og börn þeirra: Friðrik J. Guðmundsson og Sigríður Guðmundsdóttir.
- Aftari röð frá vinstri: Ingibergur Friðriksson, Filippía Friðriksdóttir og í miðið er Sölvi Friðriksson.
Systkini Ingibergs voru:
1. Filippía Friðriksdóttir, f. 7. júní 1912, d. 29. júní 1933.
2. Sölvi Kristinn Friðriksson kafari, verkstjóri, síðar í Reykjavík, f. 20. ágúst 1917, d. 30. desember 1993.
3. Helgi Friðriksson, f. 8. des. 1928, d. 24. júlí 1937. Hann drukknaði í höfninni.
Ingibergur var í ,,Vitanum“ í Stórhöfða við fæðingu 1909, í Túni með foreldrum sínum og afa 1910, í Batavíu 1911 og enn 1930, leigjandi á Geirlandi 1934, bjó þar með Ágústu og þrem dætrum 1940, með þeim í Vegg, (Miðstræti 9c) 1945 og 1949. Hann bjó síðast á Brimhólabraut 19, lést 1964 á Landspítalanum.
Kona Ingibergs, ( 28. maí 1932), var Alfífa Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1907 í Ánanaustum í Reykjavík, d. 27. október 1997.
Börn þeirra:
1. Ása Ingibergsdóttir, f. 13. ágúst 1934 á Geirlandi.
2. Sigríður Dóra Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1936 á Geirlandi, d. 15. júlí 1987.
3. Hanna Guðrún Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1938 á Geirlandi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.