Ritverk Árna Árnasonar/Ólafur Jónsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2018 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2018 kl. 19:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Ragnar Jónsson.

Kynning.

Ólafur Ragnar Jónsson sjómaður frá Háagarði fæddist 11. ágúst 1903 og lést 4. nóvember 1979.
Faðir hans var Jón sjómaður í Reykjavík 1910, f. 27. febrúar 1871 á Hamri í Gaulverjabæjarsókn, d. 14. nóvember 1918, Nikulásson bónda á Hamri, f. 1830, Halldórssonar bónda í Skálmholti, f. 9. febrúar 1800, d. 4. júní 1836, Gíslasonar, og Guðrúnar, f. 4. apríl 1798, d. 11. júní 1863, Hafliðadóttur.
Móðir Jóns sjómanns og kona Nikulásar var Vilborg húsfreyja á Hamri, f. 14. desember 1829, d. 30. janúar 1905, Jóhannsdóttir bónda í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi, f. 8. október 1791, d. 18. ágúst 1854, Einarssonar og konu Jóhanns, Guðríðar húsfreyju, f. 1794, d. 6. janúar 1861, Jónsdóttur.

Móðir Ólafs í Háagarði og kona (1902) Jóns Nikulássonar var Hugborg Helga, f. 11. maí 1880 að Núpi í Holtssókn, Rang., d. 4. janúar 1948, Ólafsdóttir bónda, lengst á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 28. desember 1828 í Holti í Álftaveri, Ólafssonar bónda á Skeiðflöt í Mýrdal, f. 1795 á Höfðabrekku, d. 10. mars 1866, Eiríkssonar, og fyrri konu Ólafs, Guðríðar húsfreyju, f. 1799 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 21. ágúst 1849 í Kaldrananesi í Mýrdal, Magnúsdóttur.
Móðir Hugborgar Helgu var Ragnhildur, f. 5. janúar 1836 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 5. apríl 1916 í Reykjavík, Einarsdóttir bónda á Ljótarstöðum, f. 1775, d. 20. ágúst 1838, Bjarnasonar og 3. konu Einars, Hugborgar húsfreyju, f. 1812, d. 19. september 1887, Loftsdóttur.

Ólafur kom til Eyja 1913 og var þá skráður tökubarn hjá Þorsteini Ólafssyni og Ingibjörgu Hjörleifsdóttur, en fóstursonur 1920. Þau bjuggu í Háagarði, en voru komin á Kirkjubæ 1919. Þar var Ólafur vinnumaður 1919 og enn 1925. Ólafur var hálfsystursonur Þorsteins, sonur Hugborgar Helgu Ólafsdóttur.
Hann var daglaunamaður á Heimagötu 30 við giftingu þeirra Jónínu 1926 og fæðingu Elínar 1927, en kominn að Brekastíg 12, (Vesturholti) 1928.
Ólafur lést 1979.

Kona Ólafs Jónssonar, (24. júlí 1926), var Jónína Pétursdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1906, d. 20. mars 1994.
Börn Ólafs og Jónínu eru:
1. Elín Ólafsdóttir, f. 21. apríl 1927 á Heimagötu 30, d. 23. maí 1990.
2. Helga Ólafsdóttir, f. 12. ágúst 1930 á Brekastíg 12, d. 2. maí 2016 á Hraunbúðum.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Ákveðin og afmörkuð umsögn um Ólaf Jónsson í skrifum Árna Árnasonar liggur ekki fyrir, en Ólafs er minnst í skrifum hans í hópi afburða veiðimanna. Einnig er hans getið við endurbætur á kofanum í Brandinum 1922/23.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.