Þuríður Sigurðardóttir (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. febrúar 2024 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2024 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 29. febrúar 1840 á Ljótarstöðum í Skaftártungu og lést 2. mars 1916 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Bótólfsson bóndi lengst á Ljótarstöðum, f. 1801 á Borgarfelli í Skaftártungu, d. 1. ágúst 1875 á Ljótarstöðum, og kona hans Hugborg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1807 í Svínadal í Skaftártungu, d. 9. október 1883 á Ljótarstöðum.

Þuríður var með foreldrum sínum á Ljótarstöðum til 1854, var tökubarn í Búlandsseli 1854-1855, var aftur hjá foreldrum sínum á Ljótarstöðum 1855-1857.
Hún var vinnukona á Eystri-Ásum í Skaftártungu 1857-1858, í Hraunfelli þar 1858-1861, í Svínadal 1862-1864, á Búlandi þar 1864-1866.
Þuríður var húsfreyja í Efri-Ey í Meðallandi 1866-1867, á Grímsstöðum þar 1877-1884, í Klauf þar 1884-1885.
Þá fór Þuríður út í Rangárvallasýslu og kom með Dagbjörtu dóttur sína frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum að Oddsstöðum til Þuríðar dóttur sinnar og Odds 1887.
Hún var hjá Þuríði dóttur sinni á Oddsstöðum 1890, var þar með Dagbjörtu og Hannesi manni sínum 1893.
Hannes hafði komið frá Feðgum í Meðallandi 1893, fór til Loðmundarfjarðar 1894.
Þuríður var leigjandi hjá Önnu ljósmóður og Pétri í Péturshúsi 1901 og í Holti 1910.
Hún var ekkja í skjóli Dagbjartar dóttur sinnar á Nýlendu 1913-1916, og þar lést hún 1916.

Maður Þuríðar, (22. júlí 1864, skildu um 1886), var Hannes Hannesson bóndi, f. 12. júlí 1834, d. 6. október 1898.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.