Sigríður Eiríksdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 17:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2016 kl. 17:23 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja í Dölum fæddist 23. júní 1865 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum og lést 23. mars 1934 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Hannesson vinnumaður, húsmaður í Kárhólmum og Kerlingardal í Mýrdal, f. 1833 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 9. desember 1901 í Kerlingardal, og kona hans Halldóra Gunnsteinsdóttir húsfreyja, f. 1831 í Jórvík í Álftaveri, d. 18. júní 1896 í Kerlingardal.

Ættbogi Sigríðar í Eyjum var víðfeðmur.
Sjá elsta hluta hans á síðu Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju í Dölum.

Sigríður var líklega tökubarn á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum 1870 og vinnukona á Helgusöndum þar 1880.
Hún fluttist úr Stóra-Dalssókn að Dölum 1883 og var vinnukona hjá Jóhönnu Gunnsteinsdóttur móðursystur sinni á því ári og næsta, en 1885 var hún bústýra Þorsteins húsmanns þar og hafði alið Jónínu.
Þau Þorsteinn giftu sig 1886, eignuðust Dómhildi 1887 og fluttust til Utah á því ári með dæturnar. Dómhildur dó í New York.
Þau bjuggu í fyrstu í Springville í Utah-héraði í Utah, en fluttust til Spanish Fork þar sem Þorsteinn vann við járnsmíðar. Þau eignuðust tvö börn í Utah og ólu upp 4 munaðarlaus börn.

Maður Sigríðar, (23. maí 1886), var Þorsteinn Pétursson smiður og húsmaður í Dölum, f. 17. júní 1850, d. 22. júní 1939 Vestanhafs.
Börn þeirra hér:
1. Jónína Þorsteinsdóttir, f. 26. nóvember 1885.
2. Dómhildur Þorsteinsdóttir, f. 2. júní 1887. Hún lést í New York á leiðinni til Utah.
3. og 4. Tvö börn fædd í Utah.
Barn Þorsteins og stjúpbarn Sigríðar var
5. Ástrós Þorsteinsdóttir, f. 4. ágúst 1884, d. 1911. Hún fór til Utah með föður sínum og stjúpu 1887, nefndist Mrs. William C. Boyd.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.