Sólrún Guðmundsdóttir (París)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. janúar 2016 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2016 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sólrún Guðmundsdóttir.
Jóhann Pétur Jónsson.

Sólrún Guðmundsdóttir frá París fæddist 11. október 1867 í París og lést 8. mars 1949 í Taber í Kanada.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, hafnsögumaður í París, f. 22. janúar 1842, d. 24. ágúst 1919, og Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1841, d. 22. apríl 1935.
Börn Guðmundar og Jóhönnu:
1. Sólrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1867, d. 8. mars 1949 í Taber í Alberta í Kanada. Hún fór til Vesturheims frá Juliushaab 1888.
2. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 20. janúar 1870, d. 24. nóvember 1892. Hún fór til Vesturheims 1888 frá Jómsborg.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 8. janúar 1872, d. 29. nóvember 1873 úr kverkabólgu.
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1873, d. 9. nóvember 1891.
5. Ingveldur Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1874, d. 11. júlí 1966. Hún fór til Vesturheims 1887 frá Godthaab.
6. Guðbjörg Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 14. nóvember 1876. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París.
7. Guðmundur Guðmundsson, tvíburi, f. 14. nóvember 1876, d. 17. nóvember 1876 „af almennri barnaveiki“.
8. María Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878. Hún fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 15. september 1951 í Provo, Utah.
9. Katrín Guðmundsdóttir, tvíburi, f. 11. maí 1878, d. 14. nóvember 1880 úr „hálsveiki“.
10. Jónína Steinunn Guðmundsdóttir, f. 31. janúar 1880. Hún fór til Vesturheims frá París 1886.
Auk þessa átti Jóhanna barn með Sæmundi Ólafssyni frá Steinmóðsbæ u. Eyjafjöllum, f. 24. desember 1831, d. 20. mars 1863.
Barn þeirra:
11. Sæmundur Sæmundsson, f. 25. apríl 1863 í Stakkagerði. Hann fór til Vesturheims 1886 frá París, d. 12. janúar 1890.

Sólrún var með fjölskyldu sinni í París til 1886, er foreldrar hennar, systur hennar Guðbjörg, María og Jónína og hálfbróðir hennar Sæmundur fluttust til Utah.
Í lok 1886 og til brottfarar til Utah 1888 var hún vinnukona í Juliushaab.
Af frásögninni í Our Pioneer Heritage virðist mega ráða að hún hafi verið ófrísk, er hún kom til Utah, átti Hannah í október. ,,She was married in Iceland and her first husband was killed.“ Faðirinn var sagður hafa drukknað eða hrapað. Gifting hennar finnst ekki. Hún ,,met and married John Peter Johnson“ í febrúar 1891. Þess má geta, að Sigmundur Ólafsson var í vinnumennsku með henni í Juliushaab 1886 og 1887 og fór til Utah um leið og hún, svo og Jóhanna systir hennar.
Það er plagsiður í frásögnum af mormónum, að barnsfeður og barnsmæður utan hjónabands í Eyjum eru sögð gift viðkomandi: ,,She married...“ eða ,,he married...“
Í fyrstu var Sólrún vinnukona í fjölkvænisfjölskyldu og var lítt hrifin að sögn.
Hún giftist í Vesturheimi Jóhanni Pétri Jónssyni, f. 6. október 1866, syni Jóns Péturssonar og Vilborgar Þórðardóttur í Elínarhúsi. Hann hafði farið vestur 1874.
Þau Jóhann Pétur bjuggu fyrst í Spanish Fork og eignuðust þar 2 börn. Þá fluttust þau til Winter Quarters í Carbon héraði þar sem Jóhann fékk verkstjórastarf við kolanámu og vann ofanjarðar. Það varð honum til bjargar 1900, þegar sprenging í námunni drap um 200 námumenn.
Í Winter Quarters eignuðust þau 5 börn.
Þau fluttust til Raymond í Kanada 1903, en þar bjó þá Ingveldur systir hennar.
Til Taber fluttu þau 1905. Þar vann Jóhann sem tæknimaður við námugröft og stjórnaði gufudrifinni vélskóflu til ársins 1927, er hann hætti störfum. Jóhann Pétur lést eftir aðgerð 1927.
Sólrún starfaði auk húsfreyjustarfa sem hjúkrunarkona og aðstoðaði lækna við fæðingar í Taber, var við flestar fæðingar, en þær voru á heimilunum þá. Eftir að börn hennar voru vaxin kom hún upp fæðingarheimili heima hjá sér.

I. Barnsfaðir ókunnur.
Barn þeirra
1. Hannah, f. í október 1888.

II. Maður Sólrúnar, (27. febrúar 1891), var Jóhann Pétur Jónsson verkamaður, vélskóflustjóri, f. 6. október 1866, d. 15. desember 1935.
Börn hér kunn:
2. Sina, f. um 1892.
3. Mabel.
4. Geneva.
5. Nathan.
6. Lyman.
7. Ellen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


<gallery> Mynd:Sólrún.jpg|Sólrún Guðmundsdóttir. </gallery/>