Þorbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 20:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þorbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir frá Norðurgarði, síðar húsfreyja í Utah, fæddist 6. apríl 1869 og lést 5. desember 1947.
Foreldrar hennar voru Magnús Gíslason bóndi í Norðurgarði, f. 8. janúar 1842, d. 11. júlí 1929, og síðari kona hans Ingveldur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1827, d. um 1884.

Þorbjörg var með foreldrum sínum meðan bæði lifðu, en móðir hennar dó um 1883-1884. Hún var með föður sínum og Guðbjörgu ráðskonu föður síns uns hún fluttist til Utah 1891. Faðir hennar, Ólafur Kristinn og Guðbjörg fluttust vestur 1892.
Þorbjörg fékk sér fljótlega starf vestra og sendi Ólafi Helgasyni peninga fyrir farinu vestur, og hann réðst til ferðar 1892. Þau fluttust þegar til Scofield í Utah þar sem Ólafur starfaði við námugröft, en fluttust ári síðar til Spanish Fork og bjuggu þar.
Hún eignaðist 7 börn með Ólafi, (10 segir annarsstaðar), en þau misstu 2 þeirra í bernsku.
Ólafur lést 1945 og hún 1947.

Maður Þorbjargar Hólmfríðar, (6. júlí 1892), var Ólafur Helgason verkamaður í Godthaab, f. 23. júní 1870, d. 24. apríl 1945.
Börn þeirra hér:
1. Roy Victor.
2. Ole Christian.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.