Elísabet Guðmundsdóttir (Vilborgarstöðum)
Elísabet Guðmundsdóttir heimasæta á Vilborgarstöðum fæddist 11. október 1815 og lést 27. júní 1837.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri á Vilborgarstöðum, f. 1757, d. 4. apríl 1836, og síðari kona hans Kristín Snorradóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1773, d. 26. febrúar 1855.
Hálfsystkini hennar, samfeðra, voru:
1. Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. um 1782, d. 8. maí 1854.
2. Hans Guðmundsson bóndi í Presthúsum, f. 2. júní 1792, d. 23. júní 1835.<br
Elísabet var með foreldrum sínum meðan bæði lifðu, en síðan með móður sinni. Hún lést 1837, ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.