Ólafur Ólafsson (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2015 kl. 16:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2015 kl. 16:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Ólafsson (Landlyst)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Ólafsson vinnumaður, sjómaður fæddist 26. mars 1875 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð og lést 5. febrúar 1947.
Foreldrar hans voru Ólafur Jasonarson vinnumaður í Nikulásarhúsum, f. 4. nóvember 1853 í Neðra-Seli í Landsveit, og Helga Jónsdóttir vinnukona, f. 1849.

Ólafur var 5 ára tökudrengur í Nikulásarhússhjáleigu í Fljótshlíð 1880, var léttadrengur í Fljótsdal þar 1890.
Hann var kvæntur sjómaður og hjú í Landlyst 1901 og þar var einnig Arndís kona hans.
Þau Arndís bjuggu í Dalbæ við fæðingu Aðalbjargar 1902, í Hvammi við fæðingu Guðbjargar Karlottu 1904.
Þau fluttust til til Kanada 1905 með dætur sínar, bjuggu í Manitoba, Selkirk og Winnipeg, síðast í Seattle í Bandaríkjunum.

Kona Ólafs var Arndís Jónsdóttir vinnukona, f. 30. maí 1876, d. 12. október 1969.
Börn þeirra hér:
1. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Mrs Verner Vestanhafs, f. 25. ágúst 1902 í Dalbæ.
2. Guðbjörg Karlotta Ólafsdóttir, Mrs Vopnfjörð Vestanhafs, f. 19. ágúst 1904 í Hvammi, d. 27. desember 1976.
3. Andrés Ólafsson, f. 1911, d. 1911.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.