Arndís Jónsdóttir (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Arndís Jónsdóttir vinnukona fæddist 30. maí 1876 og lést 12. október 1969.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi á Hrauki og í Akurey í Landeyjum, f. 8. maí 1841, d. 7. maí 1913, og kona hans Arnbjörg Andrésdóttir húsfreyja f. 8. ágúst 1840.

Arndís var með fjölskyldu sinni á Hrauki 1880, var léttastúlka á Bergþórshvoli 1890.
Hún fluttist til Eyja, var vinnukona í Landlyst 1901. Þau Ólafur bjuggu í Dalbæ við fæðingu Aðalbjargar 1902, í Hvammi við fæðingu Guðbjargar Karlottu 1904.
Þau fluttust til til Kanada 1905 með dætur sínar, bjuggu í Manitoba, Selkirk og Winnipeg, síðast í Seattle í Bandaríkjunum.

Maður Arndísar var Ólafur Ólafsson vinnumaður í Landlyst og víðar, f. 26. mars 1875, d. 5. febrúar 1947.
Börn þeirra hér:
1. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Mrs Verner Vestanhafs, f. 25. ágúst 1902 í Dalbæ.
2. Guðbjörg Karlotta Ólafsdóttir, f. 19. ágúst 1904 í Hvammi, Mrs Vopnfjörð Vestanhafs, d. 27. desember 1976.
3. Andrés Ólafsson, f. 11. febrúar 1901, d. 19. febrúar 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.