Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1993/Nú er ráð að laga ljóð
- Stafhenda aldýr.
- Nú er ráð að laga ljóð,
- lýsir bráðum dagsins glóð.
- Skýru letri stuðla stef
- stíga betri kvæða skref.
- Skothenda.
- Það er svona víst á víxl
- vísur hylli njóta.
- Láttu kona ljóðahvísl
- létt um eyrun þjóta.
- Skothenda.
- Stefjahrun.
- Eins og forðum þessi þjóð
- þráði háttalag.
- Þú skalt meta lista ljóð
- læra nýjan brag.
- Stefjahrun.
- Fiðlulag.
- Lokkasíða fljóðið fríða
- fann sér víða.
- Laus við kvíða, hátt til hlíða
- herra blíða.
- Fiðlulag.
- Ferskeytt, framhent.
- Svona kona komdu því
- kyndir yndi húmið.
- Hátta máttu hérna í
- hlýja nýja rúmið.
- Ferskeytt, framhent.
- Dverghenda, fráhent, Ljúflingsháttur.
- Styrkjum gaman, stögum saman
- stefjaþátt.
- Látum prýða ljóðasmíði,
- ljúflingshátt.
- Dverghenda, fráhent, Ljúflingsháttur.
- Stafhenda, aldýr.
- Nú er ráð að laga ljóð,
- lýsir bráðum dagsins glóð.
- Skýru letri stuðla stef,
- stíga betri kvæðaskref.
- Stafhenda, aldýr.
- Oddhenda, aldýr.
- Byrjum þáttinn, hefjum hátt
- hörpusláttinn ljóða.
- Meðan náttar kveðjum kátt,
- kyrjum háttinn góða.
- Oddhenda, aldýr.
- Skothenda.
- Það er svona víst á víxl
- vísur hylli njóta.
- Láttu kona ljóða hvísl
- létt um eyrun þjóta.
- Skothenda.
- Dverghend, bragarrós.
- Hraðar mær á hljómastundu
- hjartað slær.
- Komdu nær því létt í lundu
- ljóðið hlær.
- Dverghend, bragarrós.
- Vökunótt.
- Öðrum bundin vaka verð
- vandast bragahljóðin.
- Meðan tefur textagerð
- tínast bestu ljóðin.
- Vökunótt.
- Í janúar á þessu ári varð borgfirskur hestamaður hundrað ára.
- Lánið hefur langa ævi
- leikið við þann hestamann.
- Það vildi ég að guð mér gæfi
- að geta riðið eins og hann.
- Lánið hefur langa ævi
- Í janúar á þessu ári varð borgfirskur hestamaður hundrað ára.