Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir (Sléttabóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. mars 2022 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. mars 2022 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir Long húsfreyja fæddist 24. maí 1868 í Miðbæ í Norðfirði og lést 4. desmber 1942.
Foreldrar hennar voru Jón Matthíasson Long bóndi á Hólum í Norðfirði, f. 26. janúar 1849, d. 16. mars 1936, og barnsmóðir hans Guðfinna Sigfúsdóttir, þá vinnukona á Hólum, f. 8. október 1828, d. 9. mars 1870.

Jónína Sigurbjörg var sveitarómagi á Skorrastað í Norðfirði 1880, var vinnukona á ýmsum bæjum í Norðfjarðarhreppi og á Reyðarfirði, var síðan á Nesi í Norðfirði.
Hún eignaðist barn með Sveini 1891.
Hún giftist Stefáni í janúar 1900, var húskona í Nesi á því ári.
Stefán veiktist og gat ekki séð sér og fjölskyldunni farborða. Hann var þá sendur sveitarflutningi með fjölskylduna á sveit sína í Mýrdal í V-Skaft. 1900. Stefán lést í nóvember sama ár.
Börnunum var komið fyrir, en Jónína Sigurbjörg var vinnukona í Skammadal í Mýrdal til 1901, í Garðakoti þar 1901-1904, á Hvoli þar 1904-1908, í Reynishjáleigu þar 1908-1910, á Höfðabrekku 1910-1912, í Hjörleifshöfða 1912-1920, í Suður-Hvammi 1920-1921.
Hún fluttist til Eyja, var hjá Margréti dóttur sinni í Hlíð 1923, í Ráðagerði 1925, hjá Guðfinnu dóttur sinni á Sléttabóli 1930 og síðan. Hún stundaði fataviðgerðir og ullarvinnu meðan kraftar entust.
Jónína Sigurbjörg lést 1942.

I. Barnsfaðir Jónínu var Sveinn Sigfússon bóndi á Hólum í Norðfirði, f. 13. september 1873 í Hellisfjarðarseli, d. 7. október 1953 á Grund í Norðfirði.
Barn þeirra:
1. Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 14. maí 1891 á Hólum, d. 2. apríl 1957 í Reykjavík.

II. Maður Jónínu Sigurbjargar, (7. janúar 1900), var Stefán Þorkelsson vinnumaður, f. 5. maí 1845, d. 16. nóvember 1900.
Börn þeirra voru:
1. Þórður Stefánsson verkamaður, bókavörður sýslubókasafnsins í Vík, f. 25. júlí 1894 í Barðsnesgerði á Barðsnesi við Norðfjörð, d. 7. apríl 1981.
2. Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja á Sléttabóli, f. 11. október 1895, d. 5. maí 1971.
3. Margrét Stefánsdóttir húsfreyja á Hraunbóli, f. 10. febrúar 1898, d. 18. september 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.