Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. september 2015 kl. 12:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. september 2015 kl. 12:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Anna Sigríður Johnsen.

Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen frá Frydendal fæddist 5. maí 1913 og lést 13. nóvember 2004.
Foreldrar hennar voru Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Möller, þá vinnukona í Frydendal, síðar húsfreyja í Danmörku, f. 29. júlí 1890 í Litluvík í Desjamýrarsókn í Norður-Múlasýslu, d. 12. júní 1966, og barnsfaðir hennar Kristinn Lárus Jóhannsson Johnsen, þá í Frydendal, síðar kaupmaður, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930.

Anna Sigríður var með móður sinni í Frydendal 1913-1914, í Merkisteini 1915, í Fagradal 1919.
Sigríður gekk í Kvennaskólann í Reykjavík, fluttist með móður sinni til Danmerkur og bjó þar fram yfir heimsstyrjöldina. Hún giftist Paul Christoffersen, en þau skildu. Þau eignuðust soninn Ríkarð Örn 1946.
Anna Sigríður fluttist heim 1960, var síðast búsett á Hjaltabakka 2.
Hún lést 2004.

I. Maður Önnu Sigríðar var Paul Larsen Christoffersen lögfræðingur, f. 24. nóvember 1920. Þau skildu.
Barn þeirra:
1. Ríkarður Örn Pálsson (áður Richard Örn Johnsen Christoffersen) tónlistarmaður, f. 15. júní 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.