Guðrún Eiríksdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 13:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 13:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Eiríksdóttir frá Vilborgarstöðum, síðar í Utah, fæddist 21. maí 1848 og lést 25. nóvember 1927 í Spanish Fork .
Foreldrar hennar voru Eiríkur Eiríksson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 1783, d. 11. desember 1855, og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir yngri, húsfreyja, f. 1805, d. 1. júlí 1864.

Guðrún var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum til ársins 1855, er faðir hennar lést. Hún var í fyrstu með móður sinni þar, en var síðan tökubarn hjá Arnbjörgu Árnadóttur og Magnúsi Magnússyni 1860, var vinnustúlka þar 1863, vinnukona í Elínarhúsi 1870.
Guðrún fluttist að Raufarfelli u. Eyjafjöllum 1871, kom frá Fljótshlíð að Garðinum 1876, fór frá Kirkjubæ 1879, var á Fossi í Mýrdal 1880. Þar var Jónatan Jónsson sonur húsfreyju.
Hún kom 35 ára að Kornhól 1882 með dóttur sína Guðnýju Jónatansdóttur eins árs.
Hún var vinnukona þar hjá Ísleiki Ólafssyni og Elísabetu Eiríksdóttur í lok ársins, en Guðný var niðursetningur á Miðhúsum hjá Vigfúsi Einarssyni og Guðnýju Guðmundsdóttur.
Guðrún var vinnukona í Boston 1883, „mormón“, og Guðný var á Miðhúsum. Hún var sjálfrar sín í Uppsölum 1885, fluttist til Utah 1886 með Guðnýju dóttur sína.
Í ritinu The Icelanders of Utah er tiplað á tveim mögulegum eiginmönnum hennar vestra, - með ættarnafninu Green og Douglass. Hún hafi verið skráð ekkja við manntalsskráningu 1900.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Jónatan Jónsson, síðar vitavörður í Stórhöfða, f. 3. október 1857, d. 10. apríl 1939.
Barn þeirra var
1. Guðný Jónatansdóttir, f. 4. október 1881. Hún fór til Utah með móður sinni 1886.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.