Jósep Böðvarsson (Norðurgarði)
Jósep Böðvarsson í Norðurgarði fæddist 1748 og lést 23. apríl 1799 úr landfarsótt.
Foreldrar hans voru Böðvar Jónsson sýslumaður, f. 1715, d. í maí 1754 og síðari kona hans Oddrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 1720, d. 23. apríl 1799.
Systkini hans hér:
1. Ragnheiður Böðvarsdóttir Westmann, f. 1744, d. 15. september 1836.
2. Eggert Böðvarsson timburmaður í Noregi, f. (1750).
Jósep var hjá móður sinni í Norðurgarði við andlát 1785.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.