Oddrún Pálsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddrún Pálsdóttir húsfreyja og sýslumannskona fæddist 1720 og lést 23. apríl 1799 í Norðurgarði úr „elliveiki“, 79 ára.
Faðir Oddrúnar var Páll bóndi á Skúmsstöðum í V-Landeyjum Magnússon prests í Kálfholti í Holtum Pálssonar og konu sr. Magnúsar, Guðrúnar eldri Magnúsdóttur frá Háfi í Holtum.
Oddrún var í Norðurgarði við andlát Jósefs sonar síns 1785, og líklega hafa þau Böðvar búið þar, meðan hans naut við, en hann lést rúmlega fertugur um vorið 1754.
Þess er getið, að konungur hafi gefið Oddrúnu eftir gjaldskuld Böðvars af Þykkvabæjarklaustri, sem hann hafði forræði fyrir að hálfu. Skráð er, að hún hafi fyrir 6 ungbörnum að sjá.

I. Maður Oddrúnar var Böðvar Jónsson sýslumaður í Eyjum, f. 1715, d. í maí 1754. Hún var síðari kona hans.
Börn þeirra hér:
1. Ragnheiður Böðvarsdóttir Westmann, f. 1744, d. 15. september 1836, tvígift, síðast niðursetningur í Kastala í Eyjum, dó 92 ára.
2. Jósep Böðvarsson í Norðurgarði, f. 1748, d. 3. nóvember 1785, ókv. og barnlaus.
3. Eggert Böðvarsson timburmaður í Noregi, f. (1750).
4. Jakob Böðvarsson, mun hafa dáið ungur.
5 og 6. Tvö börn, sem ekki náðu fullorðinsaldri.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sýslumannaævir I-V. Bogi Benediktsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.