„Valgerður Kristjánsdóttir (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Valgerður Kristjánsdóttir''' húsfreyja frá Uppsölum fæddist 15. apríl 1881 og lést 19. desember 1959 Vestanhafs.<br> Foreldrar hennar voru Kristján Pétursso...)
 
m (Verndaði „Valgerður Kristjánsdóttir (Uppsölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. júní 2015 kl. 13:03

Valgerður Kristjánsdóttir húsfreyja frá Uppsölum fæddist 15. apríl 1881 og lést 19. desember 1959 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Kristján Pétursson og Björg Sveinsdóttir frá Háagarði, síðar húsfreyja í Uppsölum og á Seyðisfirði, að síðustu í Kanada, f. 11. mars 1852.

Móðursystir Valgerðar var
1. Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja í Uppsölum kona Sigmundar Finnssonar og.
2. Sigríður Sveinsdóttir vinnukona í Uppsölum.
Móðurbróðir hennar var
3. Jósef Sveinsson sjómaður, fórst með Blíð 1869.

Valgerður var með móður sinni í Uppsölum í æsku, fluttist til Seyðisfjarðar með henni 1894.
Hún giftist Jóni Gunnlaugi Jónssyni bókbindara á Seyðisfirði, f. 5. apríl 1877, drukknaði 17. nóvember 1900. Þau eignuðust tvö börn.
Valgerður bjó ekkja í Svartahúsi á Seyðisfirði 1901. Þar var Björg móðir hennar hjá henni.
Þau fluttust öll til Vesturheims 1902.
Þar giftist Valgerður Eiríki Jónssyni frá Gjábakka.

Valgerður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Jón Gunnlaugur Jónsson bókbindari á Seyðisfirði, f. 5. apríl 1877, drukknaði 17. nóvember 1900.
Börn þeirra voru:
1. Þorvarður Kjerúlf Gunnlaugsson, f. 16. september 1899.
2. Jónína Gunnlaug Gunnlaugsdóttir, f. 16. janúar 1901.

II. Síðari maður Valgerðar var Eiríkur Jónsson frá Gjábakka, f. 20. júní 1882.
Meðal barna þeirra var
1. Laura Eiríksdóttir Cam hjúkrunarkona, f. 10. nóvember 1910 í Selkirk í Kanada, d. 5. janúar 2007 í Calcary þar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.