„Kristján Loftur Sighvatsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Kristján Loftur Sighvatsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. apríl 2015 kl. 15:34

Frekari umfjöllun

Kristján Loftur Sighvatsson var fæddur 14. desember 1866 og lést 20. maí 1890. Foreldrar hans voru Sighvatur formaður Sigurðsson og Björg Árnadóttir, bóndahjón á Vilborgarstöðum.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Kristján Loftur Sighvatsson frá Vilborgarstöðum fæddist 14. desember 1866 og lést 20. maí 1890.
Foreldrar hans voru Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum, f. 10. júlí 1835, lést af slysförum 8. júlí 1874, og kona hans Björg Árnadóttir húsfreyja frá Rimakoti í A-Landeyjum, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1915.

Alsystkini Kristjáns Lofts voru:
1. Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1858, gift Vigfúsi Scheving bónda, f. 5. september 1852, d. 23. desember 1939.
2. Pálína Sighvatsdóttir, f. 24. nóvember 1861, giftist í Kaupmannahöfn.
3. Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 3. júní 1864, d. 12. september 1902, gift Jóni Eyjólfssyni.
4. Guðmundur Sighvatsson, f. 16. maí 1871, d. 9. september 1871, „dó hastarlega úr magaveikindum“.
5. Björg Sighvatsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, gift Erlendi Árnasyni.

Hálfsystur samfeðra voru:
6. Guðbjörg Sighvatsdóttir húsfreyja í Stíghúsi, f. 22. desember 1865, d. 29. apríl 1951. Hún var móðir Jóhanns Péturs Pálmasonar í Stíghúsi, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988. Hann var faðir Inga skákmeistara.
7. Kristín Sighvatsdóttir, f. 24. maí 1869. Hún var vinnukona í Godthaab 1890. Hún fór til Vesturheims 1902.

Hálfsystkini Kristjáns Lofts sammædd:
8. Páll Árnason sjómaður, f. 22. febrúar 1852, fór til Vesturheims.
9. Ingveldur Árnadóttir, f. 19. febrúar 1853, d. 16. ágúst 1853 „af barnaveiki“.
10. Árni Árnason, f. 21. febrúar 1855. Hann fór til Vesturheims.

Kristján Loftur var með foreldrum sínum og fjölskyldu til 1874, er faðir hans lést, var síðan með ekkjunni móður sinni á Vilborgarstöðum til dd.
Hann lést 1890 úr lungnabólgu, á 24. aldursári.


Heimildir