„Kolbeinn Ófeigsson (Landlyst)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: '''Kolbeinn Ófeigsson''' trésmíðalærlingur og sjómaður í Landlyst fæddist 28. janúar 1827 í Bjarnanessókn í A-Skaft. og drukknaði 6. mars 1852.<br> Kolbeinn var ni...) |
m (Verndaði „Kolbeinn Ófeigsson (Landlyst)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. mars 2015 kl. 17:49
Kolbeinn Ófeigsson trésmíðalærlingur og sjómaður í Landlyst fæddist 28. janúar 1827 í Bjarnanessókn í A-Skaft. og drukknaði 6. mars 1852.
Kolbeinn var niðursetningur á Fornustekkjum í Hornafirði 1835, léttadrengur þar 1840, vinnumaður á Hofi í Álftafirði, S-Múl. 1845, á Kálfafelli í Fljótshverfi í V-Skaft. 1850.
Hann var smíðalærlingur í Landlyst er hann drukknaði með Þórarni Hafliðasyni mormónapresti og tveim öðrum í veiðiför 1852.
Þeir sem fórust voru:
1. Þórarinn Hafliðason formaður, f. 1. október 1825.
2. Ingimundur Einarsson fyrirvinna í Ömpuhjalli.
3. Ísleifur Pálsson trésmíðanemi í Landlyst, f. 16. apríl 1829.
4. Kolbeinn Ófeigsson.
Kolbeinn var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.