„Ragnhildur Jónsdóttir (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ragnhildur Jónsdóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:
2. Guðrún Daníelsdóttir, f. 2. febrúar 1855, d. 6. mars 1855 „af barnaveiki“. <br>
2. Guðrún Daníelsdóttir, f. 2. febrúar 1855, d. 6. mars 1855 „af barnaveiki“. <br>
3. [[Anna Daníelsdóttir (Kirkjubæ)|Anna Daníelsdóttir]], f. 30. september 1856 , d. 8. febrúar 1937.<br>
3. [[Anna Daníelsdóttir (Kirkjubæ)|Anna Daníelsdóttir]], f. 30. september 1856 , d. 8. febrúar 1937.<br>
4. [[Sigurður Daníelsson (Þorlaugargerði)|Sigurður Daníelsson]] vinnumaður í Keflavík á Reykjanesi 1890, á Brimnesi í Seyðisfirði 1930, f. 30. nóvember 1860.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Útgáfa síðunnar 9. janúar 2015 kl. 10:33

Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 28. desember 1830 á Brekkum í Mýrdal og lést 23. maí 1879 í Ormskoti u. Eyjafjöllum..
Foreldrar hennar voru Jón Filippusson bóndi, f. 1775, d. 10. mars 1837 á Brekkum, og síðari kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1784 á Sólheimum í Mýrdal.

Ragnhildur var niðursetningur og síðan vinnukona á Hryggjum í Mýrdal 1836-1851.
Hún fluttist úr Mýrdal að Brandshúsi 1852 og sama ár giftust þau Daníel.
Síðla árs 1852 bjuggu þau í Brandshúsi með Sigurð nýfæddan, en hann dó í byrjun desember.
Þau fluttust að Kirkjubæ 1853 og bjuggu þar til 1857, en síðan í Þorlaugargerði.
Á Kirkjubæ fæddist þeim Guðrún, en hún dó rúmlega mánaðargömul. Anna fæddist 1856 og lifði til fullorðinsára.
Daníel lést 1869 og árið eftir var Ragnhildur vinnukona í Jómsborg og Anna dóttir hennar niðursetningur og síðan vinnukona þar. Ragnhildur var svo vinnukona þar til 1878, er hún fluttist þaðan að Ormskoti u. Eyjafjöllum. Anna hafði verið vinnukona í Jómsborg og fluttist að Álfhólum í Landeyjum.
Ragnhildur lést 1879.

Maður Ragnhildar, (9. júlí 1852), var Daníel Magnússon bóndi á Kirkjubæ, f. 1818, d. 15. desember 1869.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Daníelsson, f. 18. nóvember 1852, d. 3. desember 1852 „af barnaveiki“.
2. Guðrún Daníelsdóttir, f. 2. febrúar 1855, d. 6. mars 1855 „af barnaveiki“.
3. Anna Daníelsdóttir, f. 30. september 1856 , d. 8. febrúar 1937.
4. Sigurður Daníelsson vinnumaður í Keflavík á Reykjanesi 1890, á Brimnesi í Seyðisfirði 1930, f. 30. nóvember 1860.


Heimildir