„Helga Jónsdóttir (mormóni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Helga Jónsdóttir''' vinnukona og mormóni fæddist 1813 í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum og lést í Vesturheimi.<br> Faðir hennar var Jón bóndi í Álfhólum í V-Landeyju...)
 
m (Verndaði „Helga Jónsdóttir (mormóni)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. janúar 2015 kl. 12:02

Helga Jónsdóttir vinnukona og mormóni fæddist 1813 í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum og lést í Vesturheimi.
Faðir hennar var Jón bóndi í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1792, d. 6. ágúst 1871, Símonarson bónda á Glæsistöðum í V-Landeyjum, f. 1765, d. 15. febrúar 1840, Einarssonar bónda á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundssonar, og konu Einars á Skúmsstöðum, Ingibjargar húsfreyju, f. 1734, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttur.
Móðir Jóns Símonarsonar og fyrri kona Símonar á Glæsistöðum var Sigríður húsfreyja, f. 1768, d. 5. september 1825, Þorsteinsdóttir prests á Krossi, f. 1735, d. 1784, Stefánssonar, og konu sr. Þorsteins, Margrétar húsfreyju, f. 1735, d. 6. júní 1809, Hjörleifsdóttur prests á Valþjófsstað, Þórðarsonar.

Móðir Helgu Jónsdóttur og fyrri kona Jóns Símonarsonar var Kristín húsfreyja, f. 27. júní 1782, d. 3. júní 1833, Þorleifsdóttir „yngri“, bónda að Hóli í V-Landeyjum, f. 1735, Sigurðssonar sýslumanns Stefánssonar og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur húsfreyju, f. (1710).
Móðir Kristínar Þorleifsdóttur og kona Þorleifs yngri var Steinunn húsfreyja, f. 1758, Þórarinsdóttir.

Helga var systir
1. Helga Jónssonar bónda í Kornhól, f. 6. júlí 1806, d. 17. júní 1864. Konur hans voru Þuríður Björnsdóttir húsfreyja og Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja.
2. Kristínar Jónsdóttur húsfreyju á Gjábakka, f. 11. september 1811, d. 14. október 1883, konu Eiríks Hanssonar.
3. Gísla Jónssonar bónda og hreppstjóra í Presthúsum, f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861.

Helga var með foreldrum sínum í bernsku, var líklega 20 ára vinnukona í Gulrási í A-Landeyjum 1835.
Hún var vinnukona í Frydendal 1840, í Gvendarhúsi 1845-1851, var 37 ára „sjáfrar sín“ í Kastala 1852.
Helga fór áleiðis til Utah 1854 í fylgd Samúels Bjarnasonar og Margrétar Gísladóttur 1854.
Maður Helgu var Þórður Diðriksson múrsteinshleðslumaður, trúarleiðtogi í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894. Hún var ein þriggja eiginkvenna hans. Þau voru barnlaus.


Heimildir