„Jón Bjarnason (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jón Bjarnason''' bóndi á Oddsstöðum fæddist 20. október 1817 í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, nú Sléttaból, í A-Landeyjum og lést 22. apríl 1887.<br> Fore...)
 
m (Verndaði „Jón Bjarnason (Oddsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. desember 2014 kl. 17:57

Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum fæddist 20. október 1817 í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, nú Sléttaból, í A-Landeyjum og lést 22. apríl 1887.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu, f. 1779 í Borgartúni í Þykkvabæ, d. 30. maí 1820 á Litlaparti í Þykkvabæ, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1789 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 27. júní 1837 á Efri-Úlfsstöðum.

Jón var bróðir Magnúsar Bjarnasonar tómthúsmanns í Helgahjalli, síðar í Utah, f. 3. ágúst 1815, d. 18. júní 1805.

Jón fluttist til Eyja 1841 til Jess Thomsen Christensens kaupmanns, var vinnumaður í Stakkagerði 1842 og þar var Guðríður Þorleifsdóttir þá vinnukona. Þau giftu sig 1843, þá húsfólk hjá Bóel sýslumannsekkju á Oddsstöðum. Þau voru þar síðan fullbúandi.
Þau eignuðust Bóel 1845. Hún dó 1851. Þorleif eignuðust þau 1846, en misstu hann úr ginklofa 6 daga gamlan. Jón eignuðust þau 1848 og misstu hann mánaðar gamlan. Jens fæddist 1849, en hann lést þriggja vikna.
Jón missti Guðríði konu sína 1850.
Hann kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur 1851.
Þau bjuggu sinn búskap á Oddsstöðum, eignuðust 5 börn, misstu eitt úr ginklofa, en hin náðu fullorðinsaldri. Guðbjörg lést 1867.
Bjarni sonur Jóns gat af ókunnum orsökum ekki séð sér farborða og lést tvítugur, niðursetningur á Búastöðum. Jón var ekkill í Helgahjalli 1871, í Ömpuhjalli 1872, í Helgahjalli 1873 með Jóni syni sínum 16 ára, þar 1874 og 1875 með Jóni.
Jón Bjarnason fluttist til Utah 1876 frá Helgahjalli.

Jón var tvíkvæntur. I. Fyrri kona hans, (20. október 1843), var Guðríður Þorleifsdóttir, f. 6. mars 1816 í Landeyjum, d. 1. október 1850.
Börn þeirra voru:
1. Bóel Jónsdóttir, f. 5. apríl 1845, d. 3. ágúst 1851 „af Barnaveikleika“.
2. Þorleifur, f. 9. desember 1846, d. 14. desember 1846, 6 daga úr ginklofa.
3. Jón Jónsson, f. 31. janúar 1848, d. 1. mars 1848 úr „Barnaveikindum“.
4. Jens Jónsson, f. 14. júlí 1849, d. 4. ágúst 1849 „af Barnaveikin“.

II. Síðari kona hans,(15. ágúst 1851), var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1825, d. 23. maí 1867.
Börn þeirra hér:
5. Bjarni Jónsson, f. 10. desember 1851, d. 1. desember 1871, þá niðursetningur á Búastöðum, dó „úr innanveiki“.
6. Guðbjörg Bóel Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. mars 1853. Hún var vinnukona í Juliushaab 1876.
7. Guðríður Jónsdóttir, f. 6. desember 1854, d. 11. desember 1854 „af ginklofa að sögn“.
8. Jón Jónsson, f. 22. janúar 1857.
9. Einar Jónsson, f. 31. október 1860, bóndi í Halakoti í Biskupstungum og Prestshúsum á Eyrarbakka, síðar verkamaður í Reykjavík, d. 15. febrúar 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.