Guðbjörg Jónsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum fæddist 1. júlí 1825 í Garðasókn, Gull. og lést 23. maí 1867.
Foreldrar hennar voru Jón Árnason frá Hausastöðum á Álftanesi, síðar útvegsbóndi og sjómaður í Reykjavík, f. 24. september 1785, d. 15. júlí 1859, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Sogni í Reykjasókn, Árn., f. 1784.

Guðbjörg var með foreldrum sínum á Ofanleiti í Reykjavík 1835.
Hún var vinnukona í Doktorshúsi í Reykjavík 1845, á Bakka í A-Landeyjum 1850.
Þau Jón giftust 1851. Guðbjörg var síðari kona hans.
Þau bjuggu sinn búskap á Oddsstöðum, eignuðust 5 börn, misstu eitt úr ginklofa, en hin náðu fullorðinsaldri . Bjarni sonur þeirra gat af ókunnum orsökum ekki séð sér farborða og lést tvítugur, niðursetningur á Búastöðum.
Guðbjörg lést 1867 úr „innanveiki“.

Maður Guðbjargar, (15. ágúst 1851), var Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817, d. 22. apríl 1887.
Guðbjörg var síðari kona hans.
Börn þeirra hér:
1. Bjarni Jónsson, f. 10. desember 1851, d. 1. desember 1871, þá niðursetningur á Búastöðum, dó „úr innanveiki“.
2. Guðbjörg Bóel Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. mars 1853, d. í desember 1929.
3. Guðríður Jónsdóttir, f. 6. desember 1854, d. 11. desember 1854 „af ginklofa að sögn“.
4. Jón Jónsson, f. 22. janúar 1857. Hann fór til Vesturheims.
5. Einar Jónsson, f. 31. október 1860, bóndi í Halakoti í Biskupstungum og Prestshúsum á Eyrarbakka, síðar verkamaður í Reykjavík, d. 15. febrúar 1950.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.