„Eyverjar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Eyverjar''' er félag ungra [[Sjálfstæðisflokkurinn|sjálfstæðismanna]] í Vestmannaeyjum. Félagið var stofnað 20. desember 1929 og hét þá Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Stofnfundur var haldinn í [[Mylnuhóll|Góðtemplarahúsinu]], þar sem [[Hvítasunnukirkjan]] stendur núna og var áður [[Samkomuhús Vestmannaeyja]]. Á fundinum voru saman komnir ungir menn sem vildu fylkjast um “grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og berjast gegn afturhaldsöflum í þjóðfélaginu”, eins og svo var orðað. Mikill samhugur var í þessu nýstofnaða félagi, sem reyndar hefur ávallt einkennt starfsemi félagsins þau 77 ár sem það hefur starfað.
'''Eyverjar''' er félag ungra [[Sjálfstæðisflokkurinn|sjálfstæðismanna]] í Vestmannaeyjum. Félagið var stofnað 20. desember 1929 og hét þá Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Stofnfundur var haldinn í [[Mylnuhóll|Góðtemplarahúsinu]], þar sem [[Hvítasunnukirkjan]] stendur núna og var áður [[Samkomuhús Vestmannaeyja]]. Á fundinum voru saman komnir ungir menn sem vildu fylkjast um „grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og berjast gegn afturhaldsöflum í þjóðfélaginu“, eins og svo var orðað. Mikill samhugur var í þessu nýstofnaða félagi, sem reyndar hefur ávallt einkennt starfsemi félagsins þau 77 ár sem það hefur starfað.


Framan af hét félagið einfaldlega, Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa félaginu nafnið Eyverjar. Í framhaldi af því var samþykkt að fá hugmyndir að merki fyrir félagið og var tillaga [[Ástmar Ólafsson|Ástmars Ólafssonar]] fyrir valinu. Á þessum tæpu 80 árum sem félagið hefur starfað hafa ætíð valist dugmiklir og framsýnir menn til forystu í félaginu. Fyrsti formaðurinn var [[Páll Eyjólfsson]] skrifstofustjóri, en í dag er [[Jóhanna Kristín Reynisdóttir]], skrifstofumaður, formaður félagsins.
Framan af hét félagið einfaldlega, Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa félaginu nafnið Eyverjar. Í framhaldi af því var samþykkt að fá hugmyndir að merki fyrir félagið og var tillaga [[Ástmar Ólafsson|Ástmars Ólafssonar]] fyrir valinu. Á þessum tæpu 80 árum sem félagið hefur starfað hafa ætíð valist dugmiklir og framsýnir menn til forystu í félaginu. Fyrsti formaðurinn var [[Páll Eyjólfsson]] skrifstofustjóri, en í dag er [[Jóhanna Kristín Reynisdóttir]], skrifstofumaður, formaður félagsins.
Lína 5: Lína 5:
'''Markmið Eyverja'''
'''Markmið Eyverja'''


Markmið Eyverja eins og ungra Sjálfstæðismanna hefur verið að berjast fyrir "víðsýnni framfararstefnu í þjóðfélaginu með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi", eins og segir í lögum félagsins. Þessu markmiði hafa Eyverjar ávallt fylgt og með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn hafa þeir komið þeim sjónarmiðum best á framfæri.  
Markmið Eyverja eins og ungra Sjálfstæðismanna hefur verið að berjast fyrir „víðsýnni framfararstefnu í þjóðfélaginu með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi“, eins og segir í lögum félagsins. Þessu markmiði hafa Eyverjar ávallt fylgt og með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn hafa þeir komið þeim sjónarmiðum best á framfæri.  


Eyverjar hafa löngum verið áberandi og drífandi afl innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Og oftar en ekki hafa komið upp deilumál á milli þeirra og annara flokksmeðlima hér í Eyjum, því oft hafa þeir viljað taka harðari og ákveðnari stefnu í mörgum málum en þeir sem eldri eru. En þrátt fyrir það hefur dugnaður og kraftur Eyverja verið öðrum hvatning til enn meiri dáða og ýtt undir marga og góða sigra Sjálfstæðisflokksins.  
Eyverjar hafa löngum verið áberandi og drífandi afl innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Og oftar en ekki hafa komið upp deilumál á milli þeirra og annara flokksmeðlima hér í Eyjum, því oft hafa þeir viljað taka harðari og ákveðnari stefnu í mörgum málum en þeir sem eldri eru. En þrátt fyrir það hefur dugnaður og kraftur Eyverja verið öðrum hvatning til enn meiri dáða og ýtt undir marga og góða sigra Sjálfstæðisflokksins.  

Útgáfa síðunnar 13. mars 2006 kl. 18:35

Eyverjar er félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Félagið var stofnað 20. desember 1929 og hét þá Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Stofnfundur var haldinn í Góðtemplarahúsinu, þar sem Hvítasunnukirkjan stendur núna og var áður Samkomuhús Vestmannaeyja. Á fundinum voru saman komnir ungir menn sem vildu fylkjast um „grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og berjast gegn afturhaldsöflum í þjóðfélaginu“, eins og svo var orðað. Mikill samhugur var í þessu nýstofnaða félagi, sem reyndar hefur ávallt einkennt starfsemi félagsins þau 77 ár sem það hefur starfað.

Framan af hét félagið einfaldlega, Félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum en árið 1961 var samþykkt að gefa félaginu nafnið Eyverjar. Í framhaldi af því var samþykkt að fá hugmyndir að merki fyrir félagið og var tillaga Ástmars Ólafssonar fyrir valinu. Á þessum tæpu 80 árum sem félagið hefur starfað hafa ætíð valist dugmiklir og framsýnir menn til forystu í félaginu. Fyrsti formaðurinn var Páll Eyjólfsson skrifstofustjóri, en í dag er Jóhanna Kristín Reynisdóttir, skrifstofumaður, formaður félagsins.

Markmið Eyverja

Markmið Eyverja eins og ungra Sjálfstæðismanna hefur verið að berjast fyrir „víðsýnni framfararstefnu í þjóðfélaginu með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi“, eins og segir í lögum félagsins. Þessu markmiði hafa Eyverjar ávallt fylgt og með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn hafa þeir komið þeim sjónarmiðum best á framfæri.

Eyverjar hafa löngum verið áberandi og drífandi afl innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Og oftar en ekki hafa komið upp deilumál á milli þeirra og annara flokksmeðlima hér í Eyjum, því oft hafa þeir viljað taka harðari og ákveðnari stefnu í mörgum málum en þeir sem eldri eru. En þrátt fyrir það hefur dugnaður og kraftur Eyverja verið öðrum hvatning til enn meiri dáða og ýtt undir marga og góða sigra Sjálfstæðisflokksins.

Félagsstarfsemin

Fyrr á árum voru Eyverjar mjög áberandi afl hér í bænum fyrir þá miklu starfsemi sem að félagið stóð fyrir. Um hvítasunnuna var það föst venja að halda Vorhátíð Eyverja og þótti hún með því besta sem gerðist í skemmtanalífi Eyjabúa. Þarna var settur upp nokkurskonar kabarett á hvítasunnukvöld og síðan var dansleikur fram eftir nóttu. Þóttu þessar Hvítasunnuhátíðir mjög vinsælar, en þær lögðust niður fyrir um 20 árum. Á þrettándanum hafa Eyverjar haldið grímudansleiki í mörg ár, í byrjun bæði fyrir fullorðna og börn. En í dag eru grímudansleikir eingöngu fyrir börn og njóta þeir geysimikilla vinsælda. Það er oft gaman að sjá börnin í búningum sem foreldrarnir hafa dundað við að útbúa svo dögum skiptir.

Í kringum kosningar hafa Eyverjar ævinlega lagt sitt af mörkum til þess að vinna glæsta kosningarsigra, m.a. með því að gefa út blöð, vera með útvarpsstöð og halda skemmtanir fyrir yngri kjósendurna. Hafa þessar skemmtanir verið í formi dansleikja, óvissuferða og skemmtikvölda. Á þessi skemmtikvöld hefur félagið fengið landsþekkta skemmtikrafta og hafa hátt í 200 manns verið að mæta á þessi kvöld, sem hafa verið vel heppnuð.

Ferðalög

Ferðaklúbbur Eyverja var stofnaður árið 1982 og var á þeim tíma mjög öflugur. Farið var í eftirminnilega ferð til Englands árið 1983, sem kennd var við skemmtiferðaskipið Edduna. Einnig var farið nokkrar styttri ferðir, til að mynda í heimsókn á Keflarvíkurflugvöll og skemmtiferð um Suðurlandið. Fyrr á árum var einnig farið í margar ferðir um landið en fyrsta ferðin upp á land var farin árið 1932. Þá var farið með m.b. Skógarfossi til Stokkseyrar og þótti þetta meiriháttar ferðalag á þeim tíma, þó svo að okkur finnist það ekki í dag. Síðasta ferð sem ferðaklúbbur félagsins stóð fyrir var heimsókn nokkurra Eyverja til Færeyja sumarið 2003. Kynntu ferðalangar sér jarðgangnagerð í Færeyjum ásamt því að kynna sér sögu og menningu eyjaskeggja.

Útgáfumál

Eyverjar hafa alltaf verið í samstarfi við önnur sjálfstæðisfélög í Eyjum um útgáfu Fylkis. Félagar úr Eyverjum hafa oftsinnis setið þar í ritstjórastól eða ritstjórn. Einnig hafa Eyverjar gefið út málgagn sitt STOFNA með hléum - mislöngum - frá árinu 1938. Útgáfustarfsemi hefur því verið sterkur þáttur í starfi Eyverja, því auk Stofna hafa Eyverjar gefið út bækur sem innihalda ræður og ályktanir sem gerðar hafa verið um niðurstöður á ráðstefnum sem félagið stóð fyrir.

Árið 1978 ákvað stjórn Eyverja að gefa út símaskrá fyrir Vestmannaeyjar. Ákveðið var að hafa auglýsingar, söguágrip og upplýsingar um helstu stofnanir bæjarins í þessu riti. En sá hængur var á útgáfu þessa rits, að Póstur & sími höfðu einkaleyfi á útgáfu símaskrár. Var því ákveðið að nefna útgáfuna, Upplýsingarrit um Vestmannaeyjar. Eitthvað fór þessi útgáfa fyrir brjóstið á þáverandi stöðvarstjóra Pósts & síma, að hann kærði útgáfuna sem hafði þær afleiðingar að formaður félagsins, Sigurður Örn Karlsson var handtekinn af lögreglunni og lokaður inni í tukthúsinu. En ritið var gefið út, þó svo að mikið laumuspil hafi verið í kring um það. Þrátt fyrir allar kærur og erfiðleika í byrjun losnaði formaðurinn úr prísundinni og Upplýsingarritið kemur enn út á vegum Eyverja. Upplýsingarrit Vestmanneyja er löngum orðinn fastur kjarni í bæjarbrag okkar Vestmanneyinga og verður veglegra með hverju árinu. Auk þessa hafa Eyverjar starfrækt útvarp Heimaey í kringum kosningar þar sem tónlist er blandað saman við talað mál, frambjóðendur komið í hljóðver og opnum fundum verið útvarpað.

Félagsheimilin

Með tilkomu Samkomuhússins gerbreyttist öll aðstaða Sjálfstæðisflokksins og þar með Eyverja. En upp úr 1960 var ákveðið að kaupa Helgafell og gera það upp sem félagsheimili. Þann 13. janúar 1962 var síðan opnunarhátíð félagsheimilisins í Helgafelli, sem í daglegu tali var kallað “Betlihem” vegna þess að félagsmenn voru ætíð betlandi hjá fyrirtækjum í bænum þegar lagfæringar á húsinu áttu sér stað.

Árið 1968 var svo ákveðið á félagsfundi að kaupa húseignina Vík við Bárustíg. Ætlunun var að gera húsið upp og breyta því í félagsheimili. Aldrei kom þó til að farið yrði út í þessar breytingar vegna fjárskorts.

Árið 1985 var lokið að innrétta Eyverjasalinn í Samkomuhússinu, en félagið gerði samning um leigu á húsvarðaríbúðinni í suð-vesturhorni nýbyggingarinnar. Í framhaldi af því var svo kjallarinn þar fyrir neðan fenginn líka og hann innréttaður sem leiktækjasalur.

Svo var það haustið 1989 að Eyverjar festu kaup á Ásgarði, húsnæði við Heimagötu, í samráði við hin Sjálfstæðisfélögin. Þarna var félagið komið á sinn fjórða stað og í framtíðarhúsnæði. Þó svo að Eyverjar hafi fest kaup á kjallaranum árið 1989 var ekki byrjað að vinna í honum fyrr en árið 1996. Þá hafði félagið fest kaup á brunn hússins og stækkað þannig aðstöðu sína til muna. Vann ný stjórn ásamt velunnurum baki brotnu við að innrétta salinn og var markmiðið að klára hann fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 1998. Í dag er þetta án efa glæsilegasta aðstaða sem ungir sjálfstæðismenn hafa á landinu.

Málefnastarf

Í þau tæpu 80 ár sem að félagið hefur starfað hefur félagið vaxað og dafnað og öll starfsemin aukist með árunum. Í upphafi var eingöngu um fundarhöld og hliðstæða starfsemi að ræða. En í þá tíð var mikill áhugi fyrir allskyns fundum og haldnir voru stórir og miklir fundir um hin ýmsu málefni. Þá voru allar umræður snarpar og persónudeilur oft dregnar inn í pólitíkina.

Í gegnum tíðina hafa Eyverjar staðið fyrir opnum fundum og ráðstefnum um hin ýmsu mál. Árið 1971 héldu Eyverjar fjölmennan fund um stefnu ríkisstjórnarinnar. Frummælandi var dr. Gunnar Thoroddsen og var fundurinn fjörugur og miklar umræður voru á eftir framsögu dr. Gunnars. Í seinni tíð hefur félagið staðið fyrir fundum og pallborðsumræðum. Undanfarin ár hafa Eyverjar síðan staðið fyrir fundum um fíkniefnavandann í Eyjum og hafa þessir fundir gjarnan vakið eftirtekt og verið vel sóttir. Þá hefur félagið staðið fyrir hverskonar málefnafundum og fengið pólitíkusa og fræðimenn til fyrirlestarhalds undanfarin ár.

- Skapti Örn Ólafsson tók saman.