„Runólfur Eiríksson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Runólfur Eiríksson (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Systkini  Runólfs voru:<br>
Systkini  Runólfs voru:<br>
1. [[Einar Eiríksson (Löndum)|Einar Eiríksson]] á [[Lönd]]um, f. 1847.<br>
1. [[Einar Eiríksson (Löndum)|Einar Eiríksson]] á [[Lönd]]um, f. 1847.<br>
2. [[Kristín Eiríksdóttir (Fagurlyst)|Kristín Eiríksdóttir]] í [[Fagurlyst]], f. 1842.
2. [[Kristín Eiríksdóttir (Löndum)|Kristín Eiríksdóttir]] á [[Lönd]]um, f. 1842.
 
 
Runólfur var með foreldrum sínum í Fjósakoti í Meðallandi 1831, á Grímsstöðum þar 1831-1832, á Undirhrauni þar 1832-1840, í Lágu-Kotey þar 1840-1841 og  matvinnungur á Efri-Steinsmýri þar 1845 eða fyrr -1846, aftur hjá foreldrum sínum í Lágu-Kotey 1846-1850.<br>
Runólfur var með foreldrum sínum í Fjósakoti í Meðallandi 1831, á Grímsstöðum þar 1831-1832, á Undirhrauni þar 1832-1840, í Lágu-Kotey þar 1840-1841 og  matvinnungur á Efri-Steinsmýri þar 1845 eða fyrr -1846, aftur hjá foreldrum sínum í Lágu-Kotey 1846-1850.<br>

Útgáfa síðunnar 15. júlí 2014 kl. 21:14

Runólfur Eiríksson vinnumaður og sjómaður á Kirkjubæ fæddist 19. ágúst 1828 og fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.
Foreldrar hans voru Eiríkur Runólfsson bóndi, síðast í Lágu-Kotey í Meðallandi, f. 1. júní 1798, d. 9. júní 1851, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1801.

Systkini Runólfs voru:
1. Einar Eiríksson á Löndum, f. 1847.
2. Kristín Eiríksdóttir á Löndum, f. 1842.

Runólfur var með foreldrum sínum í Fjósakoti í Meðallandi 1831, á Grímsstöðum þar 1831-1832, á Undirhrauni þar 1832-1840, í Lágu-Kotey þar 1840-1841 og matvinnungur á Efri-Steinsmýri þar 1845 eða fyrr -1846, aftur hjá foreldrum sínum í Lágu-Kotey 1846-1850.
Hann var kominn að Ofanleiti 1855, var þar vinnumaður, og þar var Guðlaug Magnúsdóttir þá vinnukona og ól honum barnið Magnús. Hann var vinnumaður í Þorlaugargerði 1860 og hafði Magnús hjá sér, 6 ára.
Runólfur var vinnumaður í Stakkagerði 1864 með Magnús hjá sér, á Kirkjubæ 1865 með Magnús, „sjálfs sín“ á Kirkjubæ 1866 með Magnús son sinn 12 ára hjá sér. Þeir fórust báðir með þilskipinu Helgu 1867.

Barnsmóðir Runólfs að þrem börnum var Guðlaug Magnúsdóttir vinnukona á Vilborgarstöðum og víðar, f. 30. desember 1825, d. 8. maí 1916.
Börn þeirra hér:
1. Magnús Runólfsson, f. 13. maí 1855, fórst með Helgu 1867.
2. Guðrún Runólfsdóttir, f. 22. maí 1858, d. 4. júní 1858 úr ginklofa.
3. Runólfur Runólfsson, f. 28. júní 1860. Hann er líklega sá, sem var 10 ára í Elínarhúsi 1870 og 20 ára vinnumaður á Gjábakka 1880. Finnst ekki síðan lífs né liðinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.