„Björn Erlendsson (Þinghól)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
m (Viglundur færði Björn Erlendsson á Björn Erlendsson (Þinghól)) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. maí 2014 kl. 21:06
Björn Erlendsson, Þinghól, fæddist 2. október 1889 í Engigarði í Mýrdal. Árið 1912 kom Björn til Vestmannaeyja og var sjómaður með Stefáni Björnssyni í Skuld til ársins 1915. Formennsku hóf Björn á Höfrungi og var með hann í tvær vertíðir. Þá keypti hann ásamt fleirum 12 lesta bát sem hét Adolf. Með þann bát var hann til 3. mars 1918 þegar hann fórst með allri áhöfn austur af Eyjum í ofsa suðaustan veðri.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.