„Jóhanna Jónsdóttir (Fögruvöllum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jóhanna Jónsdóttir''' húsfreyja á Fögruvöllum og síðar Vestanhafs fæddist 2. maí 1849 og lést í Spanish Fork í Utah 16. mars 1916.<br> Foreldrar henn...)
 
m (Verndaði „Jóhanna Jónsdóttir (Fögruvöllum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. maí 2014 kl. 11:01

Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum og síðar Vestanhafs fæddist 2. maí 1849 og lést í Spanish Fork í Utah 16. mars 1916.
Foreldrar hennar voru Jón Hannesson sjómaður í Nýja-Kastala, f. 1820, drukknaði 21. október 1853, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 1818, á lífi 1890.

Jóhanna var með ekkjunni móður sinni í Nýja-Kastala 1860 og 1870. Við manntal 1880 var hún húsfreyja á Fögruvöllum með Guðmundi og börnunum Margréti Jónínu 6 ára og Jóhanni 3 ára.
Hún missti Guðmund mann sinn 1890 og fluttist til Vesturheims 1891 frá Fögruvöllum með Margréti Jónínu 17 ára.
Hún giftist vestra Pétri Valgarðssyni bónda í Alberta í Kanada og varð þar með þriðja kona hans.

Jóhanna var alsystir Hannesar lóðs og hálfsystir, sammædd við Sesselju húsfreyju í Gvendarhúsi, konu Jóns í Gvendarhúsi.

Jóhanna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Guðmundur Guðmundsson bóndi og sjómaður á Fögruvöllum, f. 22. nóvember 1847, d. 10. febrúar 1890.

Börn þeirra hér:
1. Jón Guðmundsson, f. 24. desember 1872, d. 30. desember 1872.
2. Margrét Jónína Guðmundsdóttir, f. 5. apríl 1874. Hún fór til Vesturheims 1891, sögð látin 20. nóvember 1891.
3. Jóhann Guðmundsson, f. 1. júlí 1877, d. 6. júlí 1884.
4. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 3. nóvember 1884, d. 9. nóvember 1884.
5. Ragnhildur Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1885, d. 7. janúar 1886.
6. Júlíana Guðmundsdóttir, f. 19. júlí 1888, d. 3. júní 1890.

II. Síðari maður hennar, (10. janúar 1894), var Pétur Valgarðsson Ófeigssonar frá Nýjabæ Seltjarnarnesi, f. 31. desember 1842. Hann var hjá foreldrum sínum í Stekkjarkoti í Reykjavíkursókn 1845, d. 14. október 1918 í Spanish Fork í Utah. Jóhanna var 3. kona hans.
Barn þeirra var
7. John Peter Valgardsson, f. 22. janúar 1895.


Heimildir