„Ritverk Árna Árnasonar/Einar Bjarnason (Dölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Einar Bjarnason (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 18: Lína 18:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.

Útgáfa síðunnar 8. maí 2014 kl. 20:35

Kynning.

Einar Bjarnason frá Dölum, fæddist 13. apríl 1861 í Eyjum og lést í Bandaríkjunum 29. maí 1911.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum, f. 12. maí 1828 og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1833.

Þau hjón Einar og Steinvör voru vinnufólk á Vilbogarstöðum eystri 1870, bændahjón á Búastöðum 1890. Þau fóru til Vesturheims með þrjú börn sín 1891, frá Búastöðum.
Einar var bróðir Guðríðar Bjarnadóttur í Sjólyst, f. 22. ágúst 1855, d. 15. febrúar 1931, móður Tómasar M. Guðjónssonar.
Kona Einars var Steinvör Lárusdóttir hreppstjóra á Búastöðum Jónssonar og konu hans Kristínar Gísladóttur frá Pétursey í Mýrdal.
Börn þeirra við brottför:
1. Gísli Jóhann, f. 1886.
2. Kristín Ingunn, f. 1889.
3. Lárus Einar, f. 1891.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Einar var mikið við fuglaveiðar og talinn ágætur veiðimaður, lipur og slyngur fjallamaður.
Árið 1891 flutti Einar til USA og kona hans árið eftir. Þau bjuggu lengst af vestur við Kyrrahaf, og þar lést Einar fimmtugur að aldri. Kona hans dó þar nokkru síðar. Börn áttu þau fjögur, sem öll lifðu foreldra sína.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.