„Kristinn Karlsson (stöðvarstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristinn Karlsson''' bifvélavirkjameistari, stöðvarstjóri, fæddist 4. október 1936.<br> Foreldrar hans voru Karl Jónasson rennismiður á Stokkseyri og Eyrarbakka, f. 19. fe...)
 
m (Verndaði „Kristinn Karlsson (stöðvarstjóri)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. maí 2014 kl. 14:48

Kristinn Karlsson bifvélavirkjameistari, stöðvarstjóri, fæddist 4. október 1936.
Foreldrar hans voru Karl Jónasson rennismiður á Stokkseyri og Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1909, d. 15. apríl 1980, og kona hans Aðalheiður Gestsdóttir húsfreyja og verkakona í Smiðshúsi á Stokkseyri og á Eyrarbakka, f. 15. október 1907, d. 8. apríl 1997.

Kristinn nam bifvélavirkjun hjá Hreggviði Jónssyni bifvélavirkjameistara. Hann vann síðan að iðninni í Eyjum til ársins 1979, er hjónin fluttust í Mosfellssveit.
Í byrjun var hann verkstæðisformaður hjá bifvéladeild SÍS í Reykjavík, en vann síðar hjá Frumherja við bifreiðaeftirlit og varð stöðvarstjóri þess fyrirtækis í Grafarvogi.
Þau Bryndís byggðu húsið að Illugagötu 55 og bjuggu þar til ársins 1979.
Þau fluttust að nýju til Eyja 2009 og búa á Búhamri.

Kona Kristins, (26. desember 1960), er Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1941.
Börn þeirra eru:
1. Harpa Kristín Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1958.
2. Sigurður Kristinsson fagmaður af tölvubraut Tækniskólans, f. 7. desember 1964.
3. Arna Dís Kristinsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1972.


Heimildir