„Ingvar Ólafsson (Steinsstöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <br> <br> '''Ingvar Ólafsson''' bóndi á Steinsstöðum fæddist 15. júní 1827 og lést 13. janúar 1866.<br> Faðir hans var Ólafur bóndi í Steinmóðarbæ,...) |
m (Verndaði „Ingvar Ólafsson (Steinsstöðum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. apríl 2014 kl. 22:48
Ingvar Ólafsson bóndi á Steinsstöðum fæddist 15. júní 1827 og lést 13. janúar 1866.
Faðir hans var Ólafur bóndi í Steinmóðarbæ, f. 1793, d. 8. júlí 1843, Ólafsson bónda á Kirkjulandi og Butru í A-Landeyjum, f. 1752, d. 1. júlí 1801, Jónssonar (ókunn ætt), en kona hans var Guðlaug, f. 1724, á lífi 1801, Þorsteinsdóttir.
Móðir Ólafs í Steinmóðarbæ og síðari kona Ólafs á Kirkjulandi var Ástríður húsfreyja, f. í Haukadal á Rangárvöllum, skírð 9. október 1761, Magnúsdóttir bónda í Haukadal, f. 1725, d. 12. maí 1804, Jónssonar, og konu Magnúsar, Helgu húsfreyju, f. 1725, d. 22. ágúst 1785, Erlendsdóttur.
Móðir Ingvars á Steinsstöðum og kona Ólafs í Steinmóðarbæ var Guðríður húsfreyju, f. 9. september 1794, d. 3. ágúst 1847, Ingvarsdóttir bónda og hreppstjóra að Þórunúpi í Hvolhreppi, í Vorsabæ í A-Landeyjum og Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, f. 1763, d. 26. nóvember 1825, Ólafssonar bónda á Skíðbakka og Kirkjulandi í A-Landeyjum og síðast á Vestra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1734, d. 1801, Ólafssonar, og fyrri konu Ólafs á Skíðbakka, Guðrúnar húsfreyju, f. 1737, d. 8. ágúst 1845 í Kaldaðarnessókn, Sigurðardóttur.
Móðir Guðríðar í Steinmóðarbæ og kona Ingvars var Þuríður húsfreyja, f. 1753, d. 1. ágúst 1814, Jónsdóttir bónda á Skeiði í Hvolhreppi, f. 1715, Pálssonar, og konu Jóns á Skeiði, Katrínar húsfreyju, f. 1719, d. 4. apríl 1782, Egilsdóttur.
Bróðir Ingvars á Steinsstöðum var Bjarni Ólafsson bóndi í Svaðkoti, f. 22. janúar 1836, drukknaði 16. júní 1883.
Ingvar var með foreldrum sínum í Steinmóðarbæ 1835 og 1840, með móður sinni og stjúpa, Þorsteini Ólafssyni, 1845, með stjúpföður sínum og konu hans þar 1850.
Hann var vinnumaður hjá sr. Brynjólfi og Ragnheiði húsfreyju í Nöjsomhed 1855, ókvæntur bóndi á Steinsstöðum með Kristínu bústýru, barninu Einari og Ástríði dóttur Kristínar við manntal 1860. Þau Kristín giftust á því ári.
Ingvar lést 1866.
Kona Ingvars, (26. október 1860), var Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, síðar á Miðhúsum, f. 2. september 1832 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 21. desember 1903 á Miðhúsum.
Kristín var fyrr gift Einari Guðmundssyni bónda á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, d. 27. maí 1858, hrapaði úr Hamrinum.
Börn Ingvars og Kristínar voru:
1. Einar Ingvarsson, f. 1859, d. 13. október 1865.
2. Ólafur Ingvarsson sjómaður og landverkamaður á Miðhúsum, f. 26. júlí 1862, d. 20. júní 1942. Kona hans (1905) var Valgerður Jónsdóttir frá Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1. febrúar 1864, d. 14. nóvember 1929.
Stjúpbarn Ingvars var barn Kristínar frá fyrra hjónabandi
3. Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 10. október 1857 í Eyjum, d. 20. júlí 1919, kona Sigurðar Jónssonar verkamanns á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.