„Sigurður Jónsson (Löndum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Sigurður Jónsson (Löndum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. apríl 2014 kl. 22:33
Sigurður Jónsson verkamaður á Eystri-Löndum, fæddist 29. október 1859 og lést 10. ágúst 1932.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson sjómaður og bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1816, d. 26. febrúar 1869, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1815, d. 24. nóvember 1890.
Faðir Sigurðar lést er hann var 10 ára. Hann var 11 ára niðursetningur á Vilborgarstöðum 1870.
Við manntal 1890 var hann búandi á Eystri-Löndum með Ástríði konu sinni, Kristni syni þeirra á 1. ári og móður sinni Sigríði Eiríksdóttur 78 ára.
1901 var hann á Eystri-Löndum með Ástríði, Kristni syni sínum 11 ára, Kristni Ástgeirssyni 7 ára „skyldur konunni“. Leigjandi var Friðrik Svipmundsson og vinnuhjú var Þórdís Ólafsdóttir, síðar í Skuld.
Við manntal 1910 bjó Sigurður enn á Eystri-Löndum með Ástriði, Kristni syni sínum, Kristni Ástgeirssyni vinnumanni og Ragnheiði Árnadóttur af Skaganum vinnukonu.
1920 var Kristinn sonur hans tekinn við búi með konu og 2 börn, Ástu Jóhönnu og Sigurð Ingva. Sigurður var ekkill í heimilinu. Þar var einnig Elín systir Sigurðar.
Sigurður lést 10. ágúst 1932 .
Kona Sigurðar á Eystri-Löndum, (1888), var Ástríður Einarsdóttir húsfreyja frá Steinsstöðum, f. 10. október 1857, d. 20. júlí 1919.
Barn þeirra var
Kristinn Sigurðsson verkamaður á Eystri-Löndum, f. 21. apríl 1890, d. 4. mars 1966.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.