„Jórunn Guðný Guðmundsdóttir (Ömpuhjalli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jórunn Guðný Guðmundsdóttir''' frá Ömpuhjalli fæddist 1. október 1859 og lést 24. september 1883.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðný Árnadóttir (Ömpu...) |
m (Verndaði „Jórunn Guðný Guðmundsdóttir (Ömpuhjalli)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 24. mars 2014 kl. 14:30
Jórunn Guðný Guðmundsdóttir frá Ömpuhjalli fæddist 1. október 1859 og lést 24. september 1883.
Foreldrar hennar voru Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 27. desemeber 1834, d. 7. desember 1916 í Vesturheimi, og maður hennar Guðmundur Árnason tómthúsmaður, sjómaður og meðhjálpari, skírður 25. september 1827, d. 9. október 1879.
Jórunn var með foreldrum sínum og Kristínu systur sinni í Ömpuhjalli 1860, með þeim og systrum sínum Kristínu, Margréti og Jónínu Ingibjörgu þar 1870 og með ekkjunni móður sinni með systrum sínum fjórum í Mandal 1880. Karólína Guðrún hafði þá bæst við hópinn.
Móðir hennar fór til Vesturheims 1882 með Karólínu Guðrúnu 6 ára gamla. Jóhanna Sigríður systir hennar fór Vestur 1883.
Jórunn Guðný lést úr lungnabólgu í Eyjum 1883, ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.