„Helga Jónsdóttir (Goðalandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 2. mars 2014 kl. 18:40

Helga Jónsdóttir


Helga Jónsdóttir fæddist 19. janúar 1874 á Akurey og lést 19. október 1947. Hún var yngsta dóttir hjónanna Jóns Einarssonar (1834 - 1894), bónda í Akurey, Sigluvíkursókn og Helgu Einarsdóttur (1835 - 1915).

Systkini hennar voru Einar Jónsson (1864 - 1925), Guðrún Jónsdóttir (1865 - 1923), Einar Jónsson (1867 - 1950) og Ólafur Jónsson (1872 - 1967)

Helga Jónsdóttir flutti til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni árið 1908 og þau settust fyrst að í Garðhúsum en keyptu síðar Dvergastein og bjuggu þau þar í þrjú ár. Fyrir 1920 settist fjölskyldan að í Skjaldbreið og fluttust þau síðan að Goðalandi árið 1922, sem var byggt af eiginmanni hennar, Guðmundi Magnússyni og bjuggu þar til dauðadags.

Helga Jónsdóttir giftist Guðmundi Magnússyni árið 1902 og átti með honum fjögur börn. Þau eru:

1. Karl Guðmundsson (Reykholt) f. 04.05.1903, d. 10.05.1993.
2. Jón Guðmundsson (Miðey) f. 15.07.1905, d. 04.03.1972.
3. Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir (Goðaland) f. 19.03.1908, d. 04.09.1996.
4. Dagmar Aðalbjörg Guðmundsdóttir (Goðaland) f. 21.06.1914, d. 30.01.1999.


Heimildir

  • Niðjatal
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.