„Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Formannavísur“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> <center> Úr fórum Árna Árnasonar</center> <big><big><center>Formannavísur </center></big></big> <big><center> frá Vestmannaeyjum frá árinu 1863 </center></bi...) |
m (Verndaði „Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Formannavísur“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. október 2013 kl. 17:07
- Forspjallsorð:
- 1. Inn ég færi í óðarskrá
- enginn mér það bannar
- hér á vörum heyra má
- heiti formannanna:
- 2. Stagaljóni stíga fer
- stilltur meður rekkum
- Magnús heitir málmagrér
- maðurinn er frá Brekkum.
- 3. Lyndisþýður laglegur
- laxa úti á Fróni
- Gætinn Þorsteinn Guðmundsbur
- græðis stýrir ljóni.
- Um sama mann:
- 4. Af ufsamýri ýta fer,
- og hans dýra mengi.
- Milding stýrir málmagrér,
- með órýru gengi.
- 5. Sitt má reyna sævarljón,
- seggurinn lyndisglaði,
- kannar hafið kaskur Jón
- kenndur Úlfs við staði.
- 6. Áraljóni að Ufsalág
- ýtir sinnisglaður,
- hann Ólafur Hólmi frá
- heppinn síldar maður.
- 7. Heppinn, djarfur, hugaður,
- hranna stýrir goti,
- það er Magnús Þórðarbur
- þar frá Oddakoti.
- 8. Þorkell stýrir þóftuhest
- þorska fram á láði.
- Metinn hér af mönnum best
- maðurinn sóma fjáði.
- 9. Afreksmaður orkustór
- og með gilda drengi
- Þorbjörn stýrir þóftujór
- þarna fram á engi.
- 10. Heiðursmaður, happgefinn,
- hann Sigurður lætur,
- ára vaða elginn sinn
- á Ægis troða dætur.
- 11. Tómas einnig telja má
- traustan lista kappa.
- Áraljóni að ufsalág
- ýtir þrátt til happa.
- 12. Gunnlaugur er garpur ör,
- gengur flest í haginn.
- Sínum ýtir súðaknör
- saltan útá æginn.
- Sama vísa, snúin:
- 13. Gunnlaugur er garpur stór,
- gengur allt í haginn.
- Sínum byltir súðajór,
- með Sveinbjörn prest á æginn.
- 14. Gottskálk stýrir gelti hlés
- göfgum arfa rjóðum.
- Ekki hræðist öldur vés,
- úti á fiskislóðum.
- 15. Orkugildan árahund
- ýta meður þýða.
- Þakinn snilld um þorskagrund
- Þórður lætur skríða.
- 16. Fírugan ég formann tel
- firða meður raga.
- Guðmundur á Gabríel
- gjörir fiskinn draga.
- 17. Efnis maður iðs af kvon,
- öldu fram á mýri,
- hann Guðmundur Halldórsson,
- hlunnafáki stýrir.
- 18. Fírugasti formaður,
- félagsmaður besti,
- Ossabæjar Ólafur,
- ofurhugi mesti.
- Eftirþankar:
- 19. Einn, sem leiðir alla um heim,
- ei að láti dvína,
- guð á hæðum gefi þeim
- góða blessun sína.