„Ritverk Árna Árnasonar/Bryggja í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> <big><big><center>Bryggja í Vestmannaeyjum</center></big></big> Það leiðar af sjálfu sér, að með jafmikilli útgerð og hér hefir verið frá því fyrsta, ...)
 
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Bryggja í Vestmannaeyjum“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. ágúst 2013 kl. 10:32




Bryggja í Vestmannaeyjum


Það leiðar af sjálfu sér, að með jafmikilli útgerð og hér hefir verið frá því fyrsta, en aðgrynni mikið og skerjótt, að löndunarerfiðleikar á vörum og fiski hafa verið býsna miklir, þareð engin bryggja var hér til. Þurfti því að bera fiskinn úr bát í fjöru eða selflytja á annan hátt, t.d. seila hann upp og draga svo upp í fjöruna. En er þangað var komið, þurfti eftir hlutarskiptingum að draga hann í aðgerðarhúsin – krærnar.
Til þess voru hafðir svonefndir „Sandkrókar“ eða „dráttarkrókar“. Það var 5-7 tommu langt kefli, lagað eftir lokuðum lófa manns. Var í hvorum enda þess krókur, sem kræktur var í fiskhausinn og einn eða tveir fiskar hafðir á hvorum krók svo að bornir voru þá 2 eða 4 fiskar í hvorri hendi.
Þannig var mestur fiskur fluttur frá skipi til húss. Þó var og stundum borið í skrínum á bakinu, þannig að band skrínunnar, þ.e. kassans, var yfir öxlina, en hún hvíldi á bakinu.
Þessir fiskflutningar voru framkvæmdir bæði af körlum og konum, og var það kallað að „draga úr sandinum“.
Þá var alvanalegt, að kvenfólk gekk í alla fiskvinnu við bátana, þ.e. „gekk í Sandinn“, enda þótt það væri vont verk og mjög erfitt, draga fiskinn í krærnar, gera að houm, hreinsa, fletja og salta og bera svo fiskúrganginn í skrínum heim til bæjar.
Allt fram á síðustu ár gekk kvefólk til fiskvinnu og hefir það ávallt þótt ill vinna, enda þótt allar aðstæður séu nú orðið miklum mun betri, já, ekki saman-líkjandi við fyrri ára aðstæður, t.d. hin síðari ár, - komnir vagnar, síðar bílar til uppkeyrslu fiskjarins, góðar bryggjur o.m.fl.
Í fyrri daga var sem sagt landað í fjöruna eða þá við stórar klappir, er skipið flaut að eða því sem næst, t.d. við „Stokkhellu“, Nausthamar eða við „gömlu steinbryggjuna“, sem er klöpp ein mikil og slétt að ofan, ekki ósvipuð bryggju í lögun austanvið Austurbúðina. Þetta vor löndunarstaðir fyrri tíma hér. Það segir sig sjálft, að það hlýtur að hafa verið erfitt með vöru-uppskipun meðan engin bryggja var hér. Þá var allt borið eða dregið, því að ekki var heldur vögnum til að dreifa sem síðar skal að vikið.
Það var ekki fyrr en árið 1907 að hér er byggð bryggja, og lét Gísli J. Johnsen gera það fyrir eigin reikning. Hún var að vísu ekki stór og á þurru um fjöru, en hún gerði þó sitt mikla gagn og þótti hið mesta mannvirki. Var það trébryggja, er stóð á trébúkkum, er fylltir voru af grjóti. Hún var um 100 metrar á lengd og um 1 ½ á breidd og alltaf nefnd Edinborgarbryggja. Síðar var hún lengd úr tré og svo fyrir nokkrum árum umbyggð úr sementi og grjóti og þá lengd mikið fram, þannig, að nú er hún um 200 metra löng og geta minni hafskip legið við hana. Einnig gerði Gísli Johnsen þessa umbyggingu á eigin spýtur.
Eftir þessa fyrstu trébryggju komu svo hinar, hver eftir aðra, Austurbúðarbryggjan, Bæjarbryggjan, Tangabryggjan, sem allar hafa verið umbyggðar frá fyrstu gerð og þolað misjafnlega vel öldudans hafnarinnar hér, sem er oft æði fjörugur. Bera þær þess og merki, t.d. Austurbúðarbryggjan, sem öll brotnaði í einu veðrinu og ekki hefir verið umbyggð aftur eða lagfærð. Hinar eru mikið sprungnar, en hafa þó enn ekki látið frekar undan. Hin síðastbyggða er Básaskersbryggjan, en um hana mun ég tala í sambandi við sandsuguna síða meir.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit