„Ritverk Árna Árnasonar/Sigurður Sveinbjörnsson (Brekkuhúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigurður Sveinbjörnsson''' bóndi og formaður í Brekkuhúsi fæddist 20. júní 1865 og lést 11. júní 1933.<br> Foreldrar hans voru [[Sveinbjörn Þorleifsson (Brekkuhú...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Sigurður fluttist til Eyja 1891. Hann bjó á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]] 1901. Þar bjuggu með honum Sigurbjörg kona hans, börnin Sigurjón 11 ára og Guðbjörg Aðalheiður 5 ára, auk Sveinbjarnar fóður Sigurðar og þar var Sigrún Sveinbjörnsdóttir systir Sigurðar 24 ára.<br>
Sigurður fluttist til Eyja 1891. Hann bjó á [[Fögruvellir|Fögruvöllum]] 1901. Þar bjuggu með honum Sigurbjörg kona hans, börnin Sigurjón 11 ára og Guðbjörg Aðalheiður 5 ára, auk Sveinbjarnar fóður Sigurðar og þar var Sigrún Sveinbjörnsdóttir systir Sigurðar 24 ára.<br>
Hann varð bóndi og útvegsmaður í [[Brekkuhús]]i. Þar var hann 1910 með konu og börnum auk [[Friðfinnur Finnsson|Friðfinns Finnssonar]] og [[Björgvin Pálsson (Brekkuhúsi)|Björgvins Hafsteins Pálssonar]], sem voru tökubörn.<br>
Hann varð bóndi og útvegsmaður í [[Brekkuhús]]i. Þar var hann 1910 með konu og börnum auk [[Friðfinnur Finnsson|Friðfinns Finnssonar]] og [[Björgvin Pálsson (Brekkuhúsi)|Björgvins Hafsteins Pálssonar]], sem voru tökubörn.<br>
Við manntal 1920 voru hjá þeim Finnur og Björgvin Hafsteinn auk [[Sigurður  Sigurjónsson (Þingeyri)|Sigurðar Óla Sigurjónssonar]] sonarsonar þeirra Sigurbjargar og [[Rósa Árnadóttir (Hvammi)|Rósu Árnadóttur]] dótturdóttur þeirra.<br>
Við manntal 1920 voru hjá þeim Finnur og Björgvin Hafsteinn auk [[Sigurður Ó. Sigurjónsson |Sigurðar Óla Sigurjónssonar]] sonarsonar þeirra Sigurbjargar og [[Rósa Árnadóttir (Hvammi)|Rósu Árnadóttur]] dótturdóttur þeirra.<br>


Kona Sigurðar Sveinbjörnssonar var [[Sigurbjörg Sigurðardóttir (Brekkuhúsi)|Sigurbjörg Sigurðardóttir]] húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 20. janúar 1863, d. 3. júní 1956. <br>
Kona Sigurðar Sveinbjörnssonar var [[Sigurbjörg Sigurðardóttir (Brekkuhúsi)|Sigurbjörg Sigurðardóttir]] húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 20. janúar 1863, d. 3. júní 1956. <br>

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 11:39

Sigurður Sveinbjörnsson bóndi og formaður í Brekkuhúsi fæddist 20. júní 1865 og lést 11. júní 1933.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Þorleifsson bóndi í Ey í V-Landeyjum, f. 6. janúar 1837, d. 5. ágúst 1911, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1833, d. 13. maí 1903; (sjá Sveinbjörn um ættfærslu Halldóru).

Sigurður var 5 ára með foreldrum sínum í Ey 1870. Hann var vinnumaður í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1890 hjá Jóni Brandssyni og Guðrúnu Bergsdóttur, síðar í Svaðkoti.
Sigurður fluttist til Eyja 1891. Hann bjó á Fögruvöllum 1901. Þar bjuggu með honum Sigurbjörg kona hans, börnin Sigurjón 11 ára og Guðbjörg Aðalheiður 5 ára, auk Sveinbjarnar fóður Sigurðar og þar var Sigrún Sveinbjörnsdóttir systir Sigurðar 24 ára.
Hann varð bóndi og útvegsmaður í Brekkuhúsi. Þar var hann 1910 með konu og börnum auk Friðfinns Finnssonar og Björgvins Hafsteins Pálssonar, sem voru tökubörn.
Við manntal 1920 voru hjá þeim Finnur og Björgvin Hafsteinn auk Sigurðar Óla Sigurjónssonar sonarsonar þeirra Sigurbjargar og Rósu Árnadóttur dótturdóttur þeirra.

Kona Sigurðar Sveinbjörnssonar var Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Brekkuhúsi, f. 20. janúar 1863, d. 3. júní 1956.

Börn Sigurðar og Sigurbjargar:
1. Sigurjón formaður, fisksali, f. 6. mars 1890 í Krosssókn í A-Landeyjum, d. 8. júní 1959.
2. Guðbjörg Aðalheiður húsfreyja í Stóra-Hvammi, f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958.
Þau Sigurbjörg ólu upp nokkur fósturbörn:
4. Finnur á Oddgeirshólum
5. Björgvin Hafsteinn Pálsson bróðursonur Sigurbjargar.
6. Rósa Árnadóttir dótturdóttir þeirra.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sigurður var meðalmaður að hæð og vel þrekinn um herðar, dökkhærður, en gerðist snemma gráhærður eða nærri með hvítt hár og alskegg. Hann var mesti léttleikamaður á velli, snar í öllum hreyfingum og sennilega vel sterkur.
Hann var mikið í bjargferðum og við fuglaveiðar, góður liðsmaður og harðduglegur, fullur af áhuga og fjöri.
Hann var frekar ómannblendinn, en kátur og skemmtilegur í sínum hóp.
Veiðimaður var hann vart meira en í meðallagi, en hafði fullan hug á að afla, iðinn og þrautseigur.
Sigurður var góður bóndi og bjó góðu búi í Brekkuhúsi, sem hann húsaði vel og myndarlega eftir þess tíma húsakosti. Sjómaður var hann góður og formaður sækinn og aflasæll. Verður með sanni sagt, hann hafi verið mikill áhugamaður í hvívetna og harðduglegur verkmaður. Sigurður var einn af þeim, sem alltaf hafði nóg að starfa, hann var alltaf að flýta sér, þar eð ávallt biðu einhver störf. Hann var nokkuð hraðmæltur, gekk alltaf hratt og rösklega og virtist aldrei fara sér hægt að neinu. Hans var bústólpi og landstólpi Ofanbyggjara.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Blik 1961: Hjónin í Brekkhúsi.
  • Íslendingabók.is
  • Landeyingabók – Austur Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.