„Ritverk Árna Árnasonar/Arinbjörn Ólafsson (Garðinum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Arinbjörn Axel Ólafsson''' fæddist 24. október 1895 og lést 13. apríl 1960.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Arinbjarnarson verslunarstjóri, f. 17. ágúst 1870, d. 5. á...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
II. Síðari kona Arinbjarnar var [[Guðný Halldórsdóttir (Hafnarfirði)|Guðný Halldórsdóttir]] Ásmundssonar Jónssonar frá Norðfirði, f. 1. febrúar 1911, d. 24. mars 1982. Þau voru búsett í Hafnarfirði. Þau áttu ekki börn saman.<br> | II. Síðari kona Arinbjarnar var [[Guðný Halldórsdóttir (Hafnarfirði)|Guðný Halldórsdóttir]] Ásmundssonar Jónssonar frá Norðfirði, f. 1. febrúar 1911, d. 24. mars 1982. Þau voru búsett í Hafnarfirði. Þau áttu ekki börn saman.<br> | ||
'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br> | |||
Arinbjörn er lágur vexti, ljóshærður og ljós í andliti, þrekinn og sterklega vaxinn. Hann er þungur nokkuð í skapi, til baka, feiminn og virkar nærri mannfælinn, en í fámenni og meðal vina er hann skrafhreifinn og allkátur. Hann var vel styrkur og góður verkmaður. <br> | |||
Hann stundaði nokkuð veiðar í [[Elliðaey]] og var furðu fljótur að komast á lagið, þótt ekki næði hann verulegri leikni, enda lét hann af veiðiferðum áður. Hann var sagður góður félagi í útey og vellátinn, og hafði mesta yndi af úteyjalífinu.<br> | |||
{{Árni Árnason}} | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Útgáfa síðunnar 10. ágúst 2013 kl. 12:16
Arinbjörn Axel Ólafsson fæddist 24. október 1895 og lést 13. apríl 1960.
Foreldrar hans voru Ólafur Arinbjarnarson verslunarstjóri, f. 17. ágúst 1870, d. 5. ágúst 1913 og kona hans Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1872, d. 15. febrúar 1942.
Arinbjörn var með foreldrum sínum og systkinum í Ólafshúsi í Vík í Mýrdal 1901.
Hann var 15 ára með fjölskyldunni í Sjávarborg í Borgarnesi 1910.
Við manntal 1920 var hann á Borg, bókhaldari, rak kvikmyndasal. Hann var eigandi að Borg að hálfu.
Hann fluttist síðar til Hafnarfjarðar.
Arinbjörn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona, (skildu), Arinbjarnar Axels var Ragna Þorvarðardóttir, f. 18. janúar 1899, d. 16. mars 1991.
Barn þeirra var:
Ólafur Högni Arinbjarnarson bifreiðarstjóri, f. 15. júní 1927, d. 26. nóvember 1991, ættleiddur af Agli Jónassyni í Njarðvík og konu hans, Sigurbjörgu Ögmundsdóttur, en Ragna og Sigurbjörg voru systradætur.
II. Síðari kona Arinbjarnar var Guðný Halldórsdóttir Ásmundssonar Jónssonar frá Norðfirði, f. 1. febrúar 1911, d. 24. mars 1982. Þau voru búsett í Hafnarfirði. Þau áttu ekki börn saman.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara: Bjargveiðimannatal.
Arinbjörn er lágur vexti, ljóshærður og ljós í andliti, þrekinn og sterklega vaxinn. Hann er þungur nokkuð í skapi, til baka, feiminn og virkar nærri mannfælinn, en í fámenni og meðal vina er hann skrafhreifinn og allkátur. Hann var vel styrkur og góður verkmaður.
Hann stundaði nokkuð veiðar í Elliðaey og var furðu fljótur að komast á lagið, þótt ekki næði hann verulegri leikni, enda lét hann af veiðiferðum áður. Hann var sagður góður félagi í útey og vellátinn, og hafði mesta yndi af úteyjalífinu.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Hilmar Gunnarsson.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.