„Elín Þorsteinsdóttir (Löndum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:
Þau hýstu þar foreldra Elínar og [[Svipmundur Ólafsson (Löndum)|Svipmund Ólafsson]] föður Friðriks.<br>
Þau hýstu þar foreldra Elínar og [[Svipmundur Ólafsson (Löndum)|Svipmund Ólafsson]] föður Friðriks.<br>
Á Löndum bjuggu hjónin við manntal 1910 og síðan allan sinn búskap. Elín fluttist til Reykjavíkur til Sigríðar dóttur sinnar síðla ævinnar, en síðustu 10 árin dvaldi hún á Hrafnistu þar.<br>
Á Löndum bjuggu hjónin við manntal 1910 og síðan allan sinn búskap. Elín fluttist til Reykjavíkur til Sigríðar dóttur sinnar síðla ævinnar, en síðustu 10 árin dvaldi hún á Hrafnistu þar.<br>
<center>[[Mynd:KG-mannamyndir 2330.jpg|ctr|300px]]</center>


Börn Elínar og Friðriks:<br>
Börn Elínar og Friðriks:<br>

Útgáfa síðunnar 24. apríl 2013 kl. 19:58

Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja á Vestri-Löndum fæddist 3. janúar 1882 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 28. júní 1978 í Reykjavík, en var jarðsett í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Hjörtur Árnason, f. 24. ágúst 1847 í Dyrhólasókn í Mýrdal, d. 10. nóvember 1914 í Eyjum og kona hans Matthildur Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 15. ágúst 1847 að Prestbakkakoti, d. 14. febrúar 1937 í Eyjum.

Elín var með foreldrum sínum til ársins 1904, en þá fluttist hún til Eyja og giftist það ár.
Maður Elínar (1904) var Friðrik Svipmundsson útgerðarmaður, f. 15. apríl 1871, d. 3. júlí 1935.

Þau Friðrik bjuggu í fyrstu í Kornhól, fluttust þá að Görðum og þar fæddust tvö elstu börn þeirra.
Þau byggðu nýtt hús að Löndum 1909. Hús það var stærra en almennt gerðist í Eyjum á þeim tímum. Á skýrslu 1910 eru þar 8 herbergi.
Hús útgerðarmanna þá voru að sumu leyti ætluð til að hýsa aðkomufólk, sem vann við útgerðina, landmenn, sjómenn og þjónustufólk. Það reyndi því líka á húsfreyjurnar, sem stjórnuðu heimilishaldinu. Elín þótti sérlega vel fallin til stjórnar og skipulags og húsbragur þótti með afbrigðum glæstur.
Þau hýstu þar foreldra Elínar og Svipmund Ólafsson föður Friðriks.
Á Löndum bjuggu hjónin við manntal 1910 og síðan allan sinn búskap. Elín fluttist til Reykjavíkur til Sigríðar dóttur sinnar síðla ævinnar, en síðustu 10 árin dvaldi hún á Hrafnistu þar.

ctr


Börn Elínar og Friðriks:
1. Matthildur Friðriksdóttir, f. 26. desember 1907 að Görðum, lengst af húsmóðir í Kanada.
2. Ásmundur Karl Friðriksson skipstjóri, framkvæmdastjóri, f. 31. ágúst 1909 að Görðum, d. 17. nóvember 1963.
3. Sigríður Halla Friðriksdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. júní 1914, d. 25. júní 1995.
4. Þórunn Friðriksdóttir, f. 9. júní 1922, d. 14. janúar 1939. (Sjá Blik 1939, 4. tbl.: Minningarorð um Þórunni Friðriksdóttur frá Löndum).
5. Þorsteinn Hjörtur Friðriksson, f. 4. ágúst 1918, d. 26. maí 1921.
Fósturbörn Elínar og Friðriks voru:
6. Árni Ólafsson Svipmundssonar bróðursonur Friðriks, f. 18. janúar 1896, fórst með mb. Adólf 3. mars 1918.
7. Guðrún Jóhannesdóttir.
.


Heimildir