„Hjörleifur Guðnason (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hjörleifur Guðnason''', Oddsstöðum sjómaður, múrarameistari og að síðustu húsvörður við Gagnfræðaskólann, f...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 27: Lína 27:
Börn þeirra Ingu: (Sjá Ingu).
Börn þeirra Ingu: (Sjá Ingu).
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
*Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
*Pers.
*Pers.

Útgáfa síðunnar 11. mars 2013 kl. 21:25

Hjörleifur Guðnason, Oddsstöðum sjómaður, múrarameistari og að síðustu húsvörður við Gagnfræðaskólann, fæddur 5. júní 1925 að Hjarðarholti á Seyðisfirði, dáinn 13. júní 2007.
Hjörleifur fór í fóstur að Oddsstöðum, þegar hann var 13 mánaða að aldri vegna veikinda á heimili hans.
Fósturforeldrar voru hjónin á Oddsstöðum, Guðrún Grímsdóttir og Guðjón Jónsson.

Ætt og uppruni

Faðir Hjörleifs var Guðni bóndi í Glúmsstaðaseli 1910, vinnumaður á Kollsstöðum á Völlum 1890, á Víðivöllum ytri í Valþjófsstaðarsókn 1901, f. 21. apríl 1873 á Engilæk í Hjaltastaðaþinghá í S-Múl., d. 7. mars 1943 á Seyðisfirði, Sigmundsson bónda á Engilæk 1890, f. 17. janúar 1840, Sigmundssonar vinnumanns, f. 1796 á Eyrarteigi á Héraði; kvæntur vinnumaður 1850 og 1855 og 1860, Rustikussonar.
Móðir Guðna og kona Sigmundar Sigmundssonar var Hólmfríður húsfreyja, f. 1850, Guðnadóttir, f. 1827, Benediktssonar bónda á Eyvindará Jónssonar.

Móðir Hjörleifs og kona Guðna var Halldóra Grímsdóttir húsfreyja í Glúmsstaðaseli, f. 26. janúar 1880 á Valþjófsstað í N-Múl., d. 4. október 1963 á Seyðisfirði.
Halldóra Grímsdóttir var systir Guðrúnar á Oddsstöðum fósturmóður Hjörleifs, seinni konu Guðjóns bónda og líkkistusmiðs.

Faðir Halldóru var Grímur bóndi á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, f. 17. september 1844, drukknaði í Seyðisfirði, Þorsteinsson bónda á Brekku í Hróarstungu, f. 1822, d. fyrir 1893; var frumkvöðull að vatnsveitingum, garðrækt o.fl. í héraðinu, Árnasonar og barnsmóður Þorsteins á Brekku, Halldóru frá Dalhúsum á Héraði, f. um 1823, Gísladóttur Nikulássonar, síðar húsfreyju í Fossgerði í Eiðaþinghá, konu Bjarna Bjarnasonar bónda.
Móðir Halldóru og kona Gríms var Vilborg Einarsdóttir, húsfreyja, f. 29. september 1852. Hún var barn hjá foreldrum í Hleinargarði í Eiðaþinghá 1855, með móður sinni ekkjunni og vinnukonunni í Hleinargarði 1860, ekkja á Arnaldsstöðum í Fljótsdal 1890, hjá dóttur sinni Halldóru Grímsdóttur í Glúmsstaðaseli í Valþjófsstaðarsókn 1910.
Faðir Vilborgar var Einar bóndi í Hleinargarði, f. 2. febrúar 1801, d. 21. júní 1856, Jónsson, Eiríkssonar, Bárðarsonar, (Bárðarætt frá Fljótsdal).
Móðir Vilborgar og kona Einars var Halldóra Eiríksdóttir frá Víkingsstöðum á Héraði, húsfreyja í Hleinargerði í Eiðasókn, f. 7. ágúst 1812, d. 17. maí 1895. Á mt. 1890 er hún hjá ekkjunni Vilborgu, dóttur sinni, á Arnaldsstöðum.

Systir Hjörleifs Guðnasonar var Þórhildur húsfreyja í Landlyst, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993, kona Guðmundar Hróbjartssonar skósmiðs.

Lífsferill

Hjörleifur ólst upp við störf á fjölmennu bændaheimili, m.a. við fuglanytjar í Elliðaey. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum. Árið 1946 hóf hann múraranám hjá Óskari Kárasyni. Múrverk allskonar varð síðan starf hans næstu áratugi.
Hann varð húsvörður við Gagnfræðaskólann og síðan Framhaldsskólann til starfsloka. Þótti þeim störfum vel borgið, er hann tók að sér.
Fjölda bygginga í Eyjum ábyrgðist hann. Má þar nefna Heilsustofnunina, Vinnslustöðina, Útvegsbankann, Félagsheimilið. Um 50 einbýlis- og fjölbýlishúsum var hann ábyrgur fyrir.
Hann steypti upp og fullkomnaði hið kunna sáluhlið kirkjugarðsins.

Kona Hjörleifs Guðnasonar (26. júlí 1947) var Inga Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja.
Börn þeirra Ingu: (Sjá Ingu).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
  • Pers.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.