„Blik 1965/Mormónarnir í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 15: | Lína 15: | ||
Hann var fæddur í Efri-Úlfsstaðahjáleigu 14. ágúst 1815 og voru foreldrar hans Bjarni Jónsson bóndi þar, fæddur um 1779, og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. um 1789. Magnús mun hafa misst föður sinn ungur og ólst upp á Úlfsstöðum hjá Magnúsi Jónssyni og konu hans, Guðrúnu Ólafsdóttur. Þorbjörg móðir hans giftist aftur, 3. ágúst 1825 Jóni Sigurðssyni bónda á Voðmúlastöðum. Þau bjuggu síðar í Gularáshjáleigu. <br> | Hann var fæddur í Efri-Úlfsstaðahjáleigu 14. ágúst 1815 og voru foreldrar hans Bjarni Jónsson bóndi þar, fæddur um 1779, og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. um 1789. Magnús mun hafa misst föður sinn ungur og ólst upp á Úlfsstöðum hjá Magnúsi Jónssyni og konu hans, Guðrúnu Ólafsdóttur. Þorbjörg móðir hans giftist aftur, 3. ágúst 1825 Jóni Sigurðssyni bónda á Voðmúlastöðum. Þau bjuggu síðar í Gularáshjáleigu. <br> | ||
[[Magnús Bjarnason | [[Magnús Bjarnason (Helgahjalli)|Magnús Bjarnason]] var fermdur 1829, 14 ára gamall. <br> | ||
Hann kom til Vestmannaeyja frá Hallgeirsey 1844 og með honum [[Þuríður Magnúsdóttir | Hann kom til Vestmannaeyja frá Hallgeirsey 1844 og með honum [[Þuríður Magnúsdóttir (Helgahjalli)|Þuríður Magnúsdóttir]], er síðar varð kona hans, er og var í Hallgeirsey. Þau hafa tekið saman og eru sjálfrar sín í [[Ólafshús]]um, og síðar í [[Helgahjallur|Helgahjalli]]. Þau voru gefin saman í hjónaband í Landakirkju 15. október 1849, og áttu þá heima í Helgahjalli og eru þar, þar til þau fara vestur til Utah. <br> | ||
Þuríður Magnúsdóttir var fædd 13. apríl 1817, og var dóttir Magnúsar Vigfússonar á Snotru, föður [[Vigfús Magnússon | Þuríður Magnúsdóttir var fædd 13. apríl 1817, og var dóttir Magnúsar Vigfússonar á Snotru, föður [[Vigfús Magnússon (Hólshúsi)|Vigfúsar í Hólshúsi Magnússonar]], föður [[Sigurður Vigfússon (Fögruvöllum)|Sigurðar Vigfússonar á Fögruvöllum]] í Eyjum. Móðir Þuríðar var Sigríður Þorsteinsdóttir, ógift á Snotru. <br> | ||
Magnús Bjarnason og kona hans hafa verið meðal þeirra fyrstu, er hneigðust að mormónatrúnni í Vestmannaeyjum og þau eru einmitt talin á skrá þeirri, er fylgdi kæruskjalinu yfir mormónunum, er undirritað var af 254 körlum og konum í Vestmannaeyjum, dags. 29. maí 1851. <br> | Magnús Bjarnason og kona hans hafa verið meðal þeirra fyrstu, er hneigðust að mormónatrúnni í Vestmannaeyjum og þau eru einmitt talin á skrá þeirri, er fylgdi kæruskjalinu yfir mormónunum, er undirritað var af 254 körlum og konum í Vestmannaeyjum, dags. 29. maí 1851. <br> | ||
Magnús Bjarnason var skírður af [[J.P. Lorentzen]], járnsmið og mormónapresti, er til Vestmannaeyja kom 1853. Voru þá og skírðir Loptur Jónsson og Samúel Bjarnason, og alla þessa þrjá vígði Lorenzsen til mormónapresta. Nú var ekki orðið prestlaust í Vestmannaeyjum, sbr. skýrslu séra Brynjólfs Jónssonar, aðstoðarprests. En áður hafði verið kvartað um prestleysi í Eyjunum, eftir að prestaköllin tvö höfðu verið sameinuð í eitt, og þessi eini prestur, séra Jón Austmann, orðinn aldraður maður og sjóndapur. <br> | Magnús Bjarnason var skírður af [[J.P. Lorentzen]], járnsmið og mormónapresti, er til Vestmannaeyja kom 1853. Voru þá og skírðir Loptur Jónsson og Samúel Bjarnason, og alla þessa þrjá vígði Lorenzsen til mormónapresta. Nú var ekki orðið prestlaust í Vestmannaeyjum, sbr. skýrslu séra Brynjólfs Jónssonar, aðstoðarprests. En áður hafði verið kvartað um prestleysi í Eyjunum, eftir að prestaköllin tvö höfðu verið sameinuð í eitt, og þessi eini prestur, séra Jón Austmann, orðinn aldraður maður og sjóndapur. <br> | ||
Í sálnaregistrinu 1853 er Þuríður Magnúsdóttir, kona Magnúsar Bjarnasonar, sögð ennþá á báðum áttum í trúmálum. Fram að árinu 1853, eða þar til Lorentzen mormónabiskup kom, höfðu engir aðrir en Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason játazt opinberlega undir mormónatrú, og athugasemdir í þá átt ekki að finna í sálnaregistri um aðra en þá, en nú fjölgar athugasemdunum. Loptur í Þórlaugargerði er talinn mormóni, kona hans og stjúpbörn þó talin lútersk. Guðsorðabækur voru nógar til í Þórlaugargerði, en geta má nærri, hvernig notaðar (nú). Samúel Bjarnason í Móhúsum og Margrét Gísladóttir kona hans, bæði mormónatrúar. Móhús var jarðatómthús, stóð í túnjaðrinum syðst á Bænhússjörðinni á Kirkjubæ eða Görðum svokölluðum, eftir að bærinn var fluttur suður fyrir Kirkjubæ, og þar bjuggu tengdaforeldrar Samúels. Seinna voru Garðar lagðir niður og sést aðeins móta fyrir rústunum. Ábúð á Bænhúsjörðinni hafði [[Jóhann J. Johnsen|Jóhann Johnsen]] og fylgdu [[Móhús]]jörðinni. <br> | Í sálnaregistrinu 1853 er Þuríður Magnúsdóttir, kona Magnúsar Bjarnasonar, sögð ennþá á báðum áttum í trúmálum. Fram að árinu 1853, eða þar til Lorentzen mormónabiskup kom, höfðu engir aðrir en Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason játazt opinberlega undir mormónatrú, og athugasemdir í þá átt ekki að finna í sálnaregistri um aðra en þá, en nú fjölgar athugasemdunum. Loptur í Þórlaugargerði er talinn mormóni, kona hans og stjúpbörn þó talin lútersk. Guðsorðabækur voru nógar til í Þórlaugargerði, en geta má nærri, hvernig notaðar (nú). [[Samúel Bjarnason (Móhúsum)|Samúel Bjarnason]] í Móhúsum og Margrét Gísladóttir kona hans, bæði mormónatrúar. Móhús var jarðatómthús, stóð í túnjaðrinum syðst á Bænhússjörðinni á Kirkjubæ eða Görðum svokölluðum, eftir að bærinn var fluttur suður fyrir Kirkjubæ, og þar bjuggu tengdaforeldrar Samúels. Seinna voru Garðar lagðir niður og sést aðeins móta fyrir rústunum. Ábúð á Bænhúsjörðinni hafði [[Jóhann J. Johnsen|Jóhann Johnsen]] og fylgdu [[Móhús]]jörðinni. <br> | ||
Um Helgu Jónsdóttur Hálfdánarsonar, hálfsystur Jóns Símonarsonar í Gvendarhúsi, er varð kona Þórðar Diðrikssonar, segir í sálnaregistrinu, að hún hafi eigi viljað láta yfirheyrast (við húsvitjun), mormónsk. Í [[Ömpuhjallur|Ömpuhjalli]] var Guðný Erasmusdóttir mormóni, en dætur hennar Helga, kona Sveins beykis Þórðarsonar á Löndum, og Guðný kona Guðmundar Árnasonar meðhjálpara í Ömpuhjalli, síðar Mandal, er sagt að standi ennþá stöðugar. Sárt harmandi voru systur Guðnýjar gömlu yfir því, að hún hafði látið skírast til mormónatrúar. Voru það [[Ingibjörg Erasmusdóttir | Um Helgu Jónsdóttur Hálfdánarsonar, hálfsystur Jóns Símonarsonar í Gvendarhúsi, er varð kona Þórðar Diðrikssonar, segir í sálnaregistrinu, að hún hafi eigi viljað láta yfirheyrast (við húsvitjun), mormónsk. Í [[Ömpuhjallur|Ömpuhjalli]] var Guðný Erasmusdóttir mormóni, en dætur hennar Helga, kona Sveins beykis Þórðarsonar á Löndum, og Guðný kona Guðmundar Árnasonar meðhjálpara í Ömpuhjalli, síðar Mandal, er sagt að standi ennþá stöðugar. Sárt harmandi voru systur Guðnýjar gömlu yfir því, að hún hafði látið skírast til mormónatrúar. Voru það [[Ingibjörg Erasmusdóttir (Kirkjubæ)|Ingibjörg Erasmusdóttir]] á Kirkjubæ og Þuríður í Gvendarhúsi. Halla og Helga Erasmusdætur fluttust og hingað. Bróðir þessara systra var [[Eyjólfur Erasmusson]] bóndi á Eystri-Vesturhúsum. <br> | ||
Dætur Guðnýjar Erasmusdóttur fóru löngu seinna báðar til Utah og 4 dótturdætur hennar. <br> | Dætur Guðnýjar Erasmusdóttur fóru löngu seinna báðar til Utah og 4 dótturdætur hennar. <br> | ||
Magnús Bjarnason í Helgahjalli er eftir skírnina kallaður mormónaöldungur, og hann kallaði sóknarpresturinn þann allra vandaðasta sóknarmann sinn, er aldrei vanrækti kirkju sína, áður hann varð mormóni. Þuríður kona Magnúsar var orðin mormóni 1855 eða sennilega fyrr. <br> | Magnús Bjarnason í Helgahjalli er eftir skírnina kallaður mormónaöldungur, og hann kallaði sóknarpresturinn þann allra vandaðasta sóknarmann sinn, er aldrei vanrækti kirkju sína, áður hann varð mormóni. Þuríður kona Magnúsar var orðin mormóni 1855 eða sennilega fyrr. <br> |
Útgáfa síðunnar 5. desember 2012 kl. 17:10
Hann var fæddur í Efri-Úlfsstaðahjáleigu 14. ágúst 1815 og voru foreldrar hans Bjarni Jónsson bóndi þar, fæddur um 1779, og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. um 1789. Magnús mun hafa misst föður sinn ungur og ólst upp á Úlfsstöðum hjá Magnúsi Jónssyni og konu hans, Guðrúnu Ólafsdóttur. Þorbjörg móðir hans giftist aftur, 3. ágúst 1825 Jóni Sigurðssyni bónda á Voðmúlastöðum. Þau bjuggu síðar í Gularáshjáleigu.
Magnús Bjarnason var fermdur 1829, 14 ára gamall.
Hann kom til Vestmannaeyja frá Hallgeirsey 1844 og með honum Þuríður Magnúsdóttir, er síðar varð kona hans, er og var í Hallgeirsey. Þau hafa tekið saman og eru sjálfrar sín í Ólafshúsum, og síðar í Helgahjalli. Þau voru gefin saman í hjónaband í Landakirkju 15. október 1849, og áttu þá heima í Helgahjalli og eru þar, þar til þau fara vestur til Utah.
Þuríður Magnúsdóttir var fædd 13. apríl 1817, og var dóttir Magnúsar Vigfússonar á Snotru, föður Vigfúsar í Hólshúsi Magnússonar, föður Sigurðar Vigfússonar á Fögruvöllum í Eyjum. Móðir Þuríðar var Sigríður Þorsteinsdóttir, ógift á Snotru.
Magnús Bjarnason og kona hans hafa verið meðal þeirra fyrstu, er hneigðust að mormónatrúnni í Vestmannaeyjum og þau eru einmitt talin á skrá þeirri, er fylgdi kæruskjalinu yfir mormónunum, er undirritað var af 254 körlum og konum í Vestmannaeyjum, dags. 29. maí 1851.
Magnús Bjarnason var skírður af J.P. Lorentzen, járnsmið og mormónapresti, er til Vestmannaeyja kom 1853. Voru þá og skírðir Loptur Jónsson og Samúel Bjarnason, og alla þessa þrjá vígði Lorenzsen til mormónapresta. Nú var ekki orðið prestlaust í Vestmannaeyjum, sbr. skýrslu séra Brynjólfs Jónssonar, aðstoðarprests. En áður hafði verið kvartað um prestleysi í Eyjunum, eftir að prestaköllin tvö höfðu verið sameinuð í eitt, og þessi eini prestur, séra Jón Austmann, orðinn aldraður maður og sjóndapur.
Í sálnaregistrinu 1853 er Þuríður Magnúsdóttir, kona Magnúsar Bjarnasonar, sögð ennþá á báðum áttum í trúmálum. Fram að árinu 1853, eða þar til Lorentzen mormónabiskup kom, höfðu engir aðrir en Guðmundur Guðmundsson og Þórarinn Hafliðason játazt opinberlega undir mormónatrú, og athugasemdir í þá átt ekki að finna í sálnaregistri um aðra en þá, en nú fjölgar athugasemdunum. Loptur í Þórlaugargerði er talinn mormóni, kona hans og stjúpbörn þó talin lútersk. Guðsorðabækur voru nógar til í Þórlaugargerði, en geta má nærri, hvernig notaðar (nú). Samúel Bjarnason í Móhúsum og Margrét Gísladóttir kona hans, bæði mormónatrúar. Móhús var jarðatómthús, stóð í túnjaðrinum syðst á Bænhússjörðinni á Kirkjubæ eða Görðum svokölluðum, eftir að bærinn var fluttur suður fyrir Kirkjubæ, og þar bjuggu tengdaforeldrar Samúels. Seinna voru Garðar lagðir niður og sést aðeins móta fyrir rústunum. Ábúð á Bænhúsjörðinni hafði Jóhann Johnsen og fylgdu Móhúsjörðinni.
Um Helgu Jónsdóttur Hálfdánarsonar, hálfsystur Jóns Símonarsonar í Gvendarhúsi, er varð kona Þórðar Diðrikssonar, segir í sálnaregistrinu, að hún hafi eigi viljað láta yfirheyrast (við húsvitjun), mormónsk. Í Ömpuhjalli var Guðný Erasmusdóttir mormóni, en dætur hennar Helga, kona Sveins beykis Þórðarsonar á Löndum, og Guðný kona Guðmundar Árnasonar meðhjálpara í Ömpuhjalli, síðar Mandal, er sagt að standi ennþá stöðugar. Sárt harmandi voru systur Guðnýjar gömlu yfir því, að hún hafði látið skírast til mormónatrúar. Voru það Ingibjörg Erasmusdóttir á Kirkjubæ og Þuríður í Gvendarhúsi. Halla og Helga Erasmusdætur fluttust og hingað. Bróðir þessara systra var Eyjólfur Erasmusson bóndi á Eystri-Vesturhúsum.
Dætur Guðnýjar Erasmusdóttur fóru löngu seinna báðar til Utah og 4 dótturdætur hennar.
Magnús Bjarnason í Helgahjalli er eftir skírnina kallaður mormónaöldungur, og hann kallaði sóknarpresturinn þann allra vandaðasta sóknarmann sinn, er aldrei vanrækti kirkju sína, áður hann varð mormóni. Þuríður kona Magnúsar var orðin mormóni 1855 eða sennilega fyrr.
Bæði Loptur og Magnús hafa starfað fyrir mormónatrúna í Eyjum, en lítið mun það samt hafa náð út fyrir heimili þeirra, sem smátt og smátt hafa orðið mormónsk. Í Gvendarhúsi náði mormónatrúin ekki að festa rætur og mun Þuríður kona Jóns Símonarsonar hafa staðið þar mest á móti. En séra Jón Austmann hafði látið í ljós 1853 í einni af skýrslum sínum, að hann væri hræddur um sinn markverða sóknarmann, nábúa sinn og Lopts, Jón Símonarson í Gvendarhúsi. Um þau hjón segir hann, að þau hafi verið hin efnilegustu hjón hér á Eyju. Kórinn hefur hann yfirgefið og ekki sakramenti meðtekið síðan í fyrra. Um Lopt segir hann: Kona Lopts og 2 stjúpbörn veit ég ekki til að séu inngengin í flokk þenna. Um Lopt er það að segja, að hann kemur aldrei í kór, hér er hann átti tignarsæti, ei að tala um að hann neyti drottins kvöldmáltíðar.
Hér sést, hvað ágengt hefur orðið síðan ábyrgðarkapellaninn kom.
Í árslok 1855 eða ári eftir að Samúel og kona hans fóru héðan ásamt Guðmundi Guðmundssyni og Helgu Jónsdóttur og farin eru hjónin í Kastala, er fyrst voru skírð, voru hér taldir 8 mormónar í Eyjum:
Loptur Jónsson í Þorlaugargerði, Guðrún Hallsdóttir, kona hans, Jón Jónsson, stjúpsonur Lopts, Guðrún stjúpdóttir hans er ekki talin mormóni þá, en árið eftir. — Magnús Bjarnason í Helgahjalli, Þuríður Magnúsdóttir kona hans, Kristín Magnúsdóttir, vinnukona þar. Guðný Erasmusdóttir í Ömpuhjalli, Vigdís Björnsdóttir í Fredensbolig, er síðar varð vinnukona í Þórlaugargerði. Anna Guðlaugsdóttir, er þar var einnig, er eigi talin mormóni 1855, en er orðin það 1856 og einnig Karítas Jónsdóttir 1856.
Þau hjón í Helgahjalli, Magnús og Þuríður, eignuðust dóttur, fædda 1856, er skírð var Kristín. Kærði séra Brynjólfur það fyrir Kohl sýslumanni, í bréfi 9 apríl 1856, að Magnús Bjarnason vilji ekki láta skíra barn sitt, en segist sjálfur hafa gefið því nafn, alveg hið sama og Einar Jónsson mormóni gerði löngu seinna. Prestur segist samt vona, að þó að hann vilji ekki sannfærast um hið ranga í aðferðinni, muni hann þó með laganna krafti leiðast til hlýðni og ætlast prestur til, að sýslumaður láti málið til sín taka. Til þess mun samt eigi hafa komið, en barnið hlaut kirkjulega skírn.
Það er eitt trúareinkenna mormóna, að þeir hvergi verði sælir nema í því eina landi Utah, er þeir kalla hið fyrirheitna, þar sem þeir hafa byggt Zionsborg, er þeir svo kalla, og því hljóta allir mormónar að kosta kapps um að komast þangað. Brigham Young, mormónaforinginn, var jafnaðarmaður og kenndi fólkinu að vinna saman með bræðra- og systraþeli. Enda blómgaðist byggðin í Utah með meiri hraða en annars staðar voru dæmi til í Bandaríkjunum.
Hættir og siðir hjá mormónum og allar lífsreglur eins og kemur fram í daglegu starfi, eru samtvinnaðar trúarbrögðunum.
Magnús Bjarnason var einlægur mormóni og sótti hann trúarsamkomur mormóna, sem haldnar voru í Þórlaugargerði hjá Lopti. Fóru þær fram með leynd fyrst í stað, en sagt er, að þeir sem hneigðust að mormónatrúnni, hafi komið frá samkundunni í Þórlaugargerði til kirkju og hlustað á messu þar, en vikið út, ef prestur brýndi röddina gegn mormónum.
Guðný gamla í Ömpuhjalli, sem sögð er bæði guðhrædd kona og greind, sótti þessar samkomur að Þórlaugargerði ásamt nábýlismanni sínum, Magnúsi Bjarnasyni. Ömpuhjallur og Helgahjallur voru, þar sem nú er Mandalur og Klöpp. Þau urðu Lopti samferða eins og áður segir til Utah 1857.
Fjölskylda Magnúsar voru þau hjónin og Kristín litla dóttir þeirra og einnig er Kristín Magnúsdóttir vinnukona hjá þeim.
Magnús tók land víst nálægt Spanish Fork og stundaði búskap, að vísu í smáum stíl, en hann var beykir að iðn. Magnús var talinn greindur maður og bókhneigður, ráðvendnis- og heiðursmaður. Magnús skrifaði ævisögu sína, en lítið virðist hafa verið á henni að græða, varðandi heimildir fyrir sögu Íslendinga í Utah.
Magnús Bjarnason kom með Lopti í trúboðsför til Íslands árið 1873 og fór aftur næsta ár. Hann lét skrifa sig þetta ár sem hann dvaldi á Íslandi, til heimilis á Löndum í Vestmannaeyjum hjá Sveini Þórðarsyni beyki. Sveinn var sonur Þórðar prófasts að Felli í Mýrdal og móðurbróðir Magnúsar Stephensen landshöfðingja. Sveinn á Löndum fór til Utah árið 1878.
Magnús Bjarnason mun hafa dáið 1904, níræður að aldri. Þuríður kona hans lézt 1891.
Þessir fáu Íslendingar, er komnir voru til Utah fyrir 1860, voru 17 fullorðnir, að meðtöldum hjónunum frá Kastala, Benedikt og Ragnhildi, sjá um þau áður, og 1 eða 2 börn, eftir því hvort María dóttir síðasttaldra hjóna er fædd áður en þau koma. Benedikt dó skömmu síðar. Um og yfir 15 ár bjó þessi hópur Íslendinga í Spanish Fork áður en vesturfarir Íslendinga til Norður-Ameríku hefjast.
Íslenzku landnemarnir í Utah áttu mjög andstætt fyrstu árin, enginn skildi mál þeirra, helzta hjálpin var, að sumir þeirra, þar á meðal Guðmundur Guðmundsson, skildi dönsku, en danskir mormónar voru allfjölmennir í Utah. Íbúðarhús fyrstu landnemanna höfðu verið mjög léleg. Sagt er, að það hafi verið jarðhýsi (á þarlendu máli: dugouts). Svipaðar vistarverur eiga og að hafa þekkzt hjá fyrstu frumbýlingunum íslenzku í Minnesotaríki.
Íslenzku landnemarnir höfðu og þótt koma einkennilega fyrir vegna sérkennilegs hátternis og venja, er þeir tíðkuðu, en mest mun hér um hafa valdið hið mikla hnakkaskorna hár, er karlmenn báru, og vaðmálsfatnaðurinn, og þó sérílagi klæðnaður kvenfólksins, er skar sig mjög úr. Margt kvenfólk klæddist þjóðbúningnum.
Svo sagði gömul kona í Vestmannaeyjum, að konur, er vestur fóru og hún þekkti, hafi haft fatnað sinn íslenzkan og hér heima unninn utast sem innst, með sér, en venja hefði verið að koma sér upp að minnsta kosti einum sirskjól til vesturfararinnar. Öldruð heiðurskona frá Vestmannaeyjum, er vestur fór til Utah, kom heim aftur alfari eftir allmörg ár vestra og var þá í sömu íslenzku sparifötunum úr svellþykku vaðmáli, er hún fór í vestur, og nú með svartan stráhatt á höfði.
En íslenzku landnemarnir í Utah voru af góðum ættarstofni og vel af Guði gerðir, hagleiksmenn miklir og smiðir á tré og járn, margir forkar duglegir og hinir afkastamestu til allrar vinnu. Hagsýnir hyggindamenn, sparneytnir og reglusamir. Og í því að rækta jörðina og gera sér hana undirgefna, stóðu þeir annarra þjóða mönnum á sporði. Meðal þeirra finnast brátt dugmiklir verzlunarrekendur, húsagerðarmenn (Arkitektar), jafnvel tónlistarmenn, og úr þeirra hópi komu margir kennarar, jafnvel við æðri skóla.
Utah-Íslendingarnir héldu lengi vel við ýmsum þjóðháttum sínum og tungu og kenndu hana börnum sínum og innrættu þeim að leggja rækt við sögu og menningararf ættlandsins. Nú, eftir rúm hundrað ár, er tungan gleymd hjá yngstu kynslóðinni og hin menningarlegu tengsl lifa aðeins í minningunni.
Kringum 1895 var stofnað íslenzkt lestrarfélag í Utah og stóðu helzt að því Magnús Bjarnason og tveir aðrir Eyjamenn, Bjarni Jónsson málari og Björn Runólfsson járnsmiður, auk þeirra Einars H. Johnson frá Hermundarfelli, er verið mun hafa aðalhvatamaðurinn, og Hjálmar B. Hjálmarssonar. Bókakostur var að vísu ekki mikill. Um
1911 átti félagið á annað hundrað bækur. En árið 1930 voru í safninu á fjórða hundrað bækur, sem síðar segir (1941): „fái nú flestar að hvíla sig.“
Með iðni og þrautseigju voru Íslendingarnir ekki lengi að vinna sig upp úr örbirgð fyrstu frumbýlingsáranna og komu sér fljótlega upp betri húsakynnum, og hvað klæðnaðinn snerti, var hann ekki lengi að snúast upp í hreina Ameríkutízku. Þótt við margs konar erfiðleika væri að etja fyrstu árin í Utah, með því að heita mátti að allir kæmu að heiman allslausir, með sárfáum undantekningum til að setjast að meðal erlendra þjóða, er þó haft fyrir satt, að enginn hafi liðið beinlínis hungur né harðrétti, en ýmsir kvörtuðu samt í bréfum til kunningja sinna í Vestmannaeyjum, og óskuðu eftir að vera komnir heim aftur. En allur leiði og kvíði hvarf fljótar en varði, er menn komust að raun um, hvað landgæðin voru mikil. Það mátti segja um Utah, að þar drypi smjör af hverju strái, einkum þar sem vatnsveitur voru, en mjög mikið var um þær, því að við vildi brenna annars, að of miklir þurrkar eyðilegðu gróður í þessu fagra og veðursæla landi, sem var eins og einn aldingarður, þar sem vatnsveitna naut við.
Mormónar rækja trú sína í samfélagi við trúbræður sína, svo að í Utah urðu Íslendingar og aðrir útlendingar ekki lengi að tengjast landi og lýð. Mormónar má segja, að lifi jafnvel betur eftir trú sinni en þeir lútersk-kristnu. Þeir eru félagslyndari og hjálpsamari hver við annan en almennt gerist og líkjast að því leyti mönnum frumkristninnar. Þeir banna alla neyzlu áfengis og tóbaks og jafnvel kaffi og te.
Samgöngur voru lengi litlar milli Utah-Íslendinga og þeirra, er seinna fluttu til annarra landshluta Norður-Ameríku. 1879 fóru íslenzkir mormónar trúboðsför til Winnepeg og Nýja Íslands. Var skrifað á móti þeim í íslenzka blaðið Framfara og um mormónavilluna. Lá við borð, að gerður yrði aðsúgur að trúboðunum.
Um og eftir 1886 taka lúterskir landnemar að flytja til Utah og þá fyrst fer að verða greiðara um samvinnu á þjóðlegum grundvelli og félagasamtök milli mormóna af íslenzkum ættum og landa þeirra lúterskra annars staðar í Ameríku, en aldrei virðist samt sú þróun hafa getað komizt langt á veg, en hvorir helzt gengið sína götu. Verður eigi farið lengra út í þessa sálma hér.
Nokkrir Íslendingar í Spanish Fork stofnuðu Íslendingadagsfélag þar nokkru fyrir aldamót. Íslendingadagurinn var haldinn þar árlega 2. ágúst frá 1898 og í næstu sex ár, en svo féll þessi þjóðminningarhátíð niður. En alllöngu seinna reis Íslendingadagurinn upp aftur í Spanish Fork og er nú haldinn þar árlega.
Hér lýkur 5. greininni um Mormónana frá Vestmannaeyjum. Óprentaðir eru ennþá tvennir þættir í þessum greinaflokki.
Ættir Mormóna og ættir Eyjamanna hefur höfundur þessara þátta rannsakað og eytt um árabil frístundum sínum í söfnum við þessar rannsóknir.
Er þarna mikið efni óprentað. Ættir margra Mormóna má rekja til landsnámsmanna og lengra fram til fornkonunga á Norðurlöndum og Írlandi og víðar.
Jón Jónsson mormóni frá Þórlaugargerði, stjúpsonur Lopts Jónssonar, mormónabiskups.
Jón fór með stjúpföður sínum vestur um haf.
Kona Jóns Jónssonr var Anna Guðlaugsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, sem einnig fór með Lopti vestur. Þeim vegnaði vel í Vesturheimi. Jón Jónsson eignaðist og aðra konu, bjó við tvíkvæni að mormónasið, og átti mörg börn. Hann var í áliti og var skipaður varðmaður í ófriði, er mormónar áttu í við Indíana. —
Heimildarmaður: Sigfús M. Johnsen.