„Blik 1951/Ferð í Álsey“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:
<br>
<br>
[[Mynd: 1951 b 64.jpg|thumb|350px|''Magnús Guðmundsson.'']]
[[Mynd: 1951 b 64.jpg|thumb|350px|''Magnús Guðmundsson.'']]
'''Magnús er fæddur að [[Vesturhús]]um í Eyjum 27. júní 1872 og uppalinn þar, sonur hjónanna [[Guðmundur Þórarinsson|Guðmundar Þórarinssonar]] bónda þar og konu hans [[Guðrún Erlendsdóttir|Guðrúnar Erlendsdóttur]]. Bæði voru þau hjón ættuð undan Eyjafjöllum. <br>
'''Magnús er fæddur að [[Vesturhús]]um í Eyjum 27. júní 1872 og uppalinn þar, sonur hjónanna [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundar Þórarinssonar]] bónda þar og konu hans [[Guðrún Erlendsdóttir (Vesturhúsum)|Guðrúnar Erlendsdóttur]]. Bæði voru þau hjón ættuð undan Eyjafjöllum. <br>
'''Ekki var Magnús nema 12 ára að aldri, þegar hann hóf að stunda sjó, og 18 ára gerðist hann formaður. <br>
'''Ekki var Magnús nema 12 ára að aldri, þegar hann hóf að stunda sjó, og 18 ára gerðist hann formaður. <br>
'''16 ár var Magnús Guðmundsson formaður á opnum skipum og önnur 16 formaður á vélbátum hér í Eyjum. Magnús reyndist fengsæll formaður og happasæll. Árið 1886 gekk Magnús í stúkuna Báru nr. 2 og hefur ætíð verið í henni síðan. Hann hefur verið heiðursfélagi stúkunnar í nokkur ár. <br>
'''16 ár var Magnús Guðmundsson formaður á opnum skipum og önnur 16 formaður á vélbátum hér í Eyjum. Magnús reyndist fengsæll formaður og happasæll. Árið 1886 gekk Magnús í stúkuna Báru nr. 2 og hefur ætíð verið í henni síðan. Hann hefur verið heiðursfélagi stúkunnar í nokkur ár. <br>
'''Magnús giftist 1903 [[Jórunn Hammesdóttir|Jórunni Hannesdóttur]] [[Hannes Jónsson| hafnsögumanns Jónssonar]], og hafa þau hjón búið flest sín hjúskaparár á Vesturhúsum við gæfu og góðan orðstír. <br>
'''Magnús giftist 1903 [[Jórunn Hannesdóttir (Vesturhúsum)|Jórunni Hannesdóttur]] [[Hannes Jónsson| hafnsögumanns Jónssonar]], og hafa þau hjón búið flest sín hjúskaparár á Vesturhúsum við gæfu og góðan orðstír. <br>
'''Magnús kann frá mörgu að segja frá gömlum tíma hér í Eyjum. Ársrit Gagnfræðaskólans birtir að þessu sinni eina slíka frásögn af svaðilför, sem farin var fyrir rúmum 60 árum. <br>
'''Magnús kann frá mörgu að segja frá gömlum tíma hér í Eyjum. Ársrit Gagnfræðaskólans birtir að þessu sinni eina slíka frásögn af svaðilför, sem farin var fyrir rúmum 60 árum. <br>


<big>Árið 1890 var ég ásamt fjórum öðrum mönnum við lundaveiði í Álsey. Ég hóf þar veiði í lundaháf árið 1884. Síðan stundaði ég þar lundaveiðar flest öll sumur fram á fimmta tug aldarinnar eða alls um 60 sumur. Ég segi ekki frekar frá þeim veiðum að þessu sinni. <br>
<big>Árið 1890 var ég ásamt fjórum öðrum mönnum við lundaveiði í Álsey. Ég hóf þar veiði í lundaháf árið 1884. Síðan stundaði ég þar lundaveiðar flest öll sumur fram á fimmta tug aldarinnar eða alls um 60 sumur. Ég segi ekki frekar frá þeim veiðum að þessu sinni. <br>
Þetta ár, 1890, vorum við fimm í eyjunni, [[Gísli Lárusson]], [[Jón Jónsson (hreppstjóri)|Jón Jónsson hreppstjóri]] í [[Dalir|Dölum]], [[Árni Sigurðsson frá Steinsstöðum]], [[Ingvar Svipmundsson]] frá  [[Nýibær|Nýjabæ]] og ég. Ingvar og Árni fóru alfarið til Kanada nokkrum árum síðar. <br>
Þetta ár, 1890, vorum við fimm í eyjunni, [[Gísli Lárusson]], [[Jón Jónsson (hreppstjóri)|Jón Jónsson hreppstjóri]] í [[Dalir|Dölum]], [[Árni Sigurðsson (Steinsstöðum)|Árni Sigurðsson]] frá [[Steinsstaðir|Steinsstöðum]], [[Ingvar Svipmundsson]] frá  [[Nýibær|Nýjabæ]] og ég. Ingvar og Árni fóru alfarið til Kanada nokkrum árum síðar. <br>
Á laugardagskvöldi fórum við þrír skyndiferð heim úr eyjunni Gísli, Jón og ég, á báti, er við höfðum til afnota. Hann var kallaður Sjampar. <br>
Á laugardagskvöldi fórum við þrír skyndiferð heim úr eyjunni Gísli, Jón og ég, á báti, er við höfðum til afnota. Hann var kallaður Sjampar. <br>
Ferðin gekk vel heim, og sváfum við heima sunnudagsnóttina. <br>
Ferðin gekk vel heim, og sváfum við heima sunnudagsnóttina. <br>
Lína 30: Lína 30:
Efri-Lundakór, þar sem hann var bundinn. Síðan var gengið til tjalds. Það hét á úteyjamáli „að fara til bóls“. Auðvitað var þá hitað gott úteyjakaffi og etið með brauð og flatkökur. <br>
Efri-Lundakór, þar sem hann var bundinn. Síðan var gengið til tjalds. Það hét á úteyjamáli „að fara til bóls“. Auðvitað var þá hitað gott úteyjakaffi og etið með brauð og flatkökur. <br>
Brimið fór sívaxandi, og stormurinn að sama skapi. Rúmum 2 klst. eftir að við gengum frá bátnum, var í flæði, og farið að ganga sjór undir bátinn. Við biðum hjá bátnum þar til farið var að falla út, og við álitum hann örugglega úr allri hættu. Þá fórum við enn til bóls, töluðum um daginn og veginn og nýfarna sjóferð. Að endingu var farið að spila á spil. Það var aðalskemmtunin í úteyjunum. Það er álit mitt, að þetta, sem ég nú hefi sagt frá, sé eitthvert hættulegasta æfintýri, sem ég hefi lent í. Ég viðurkenni því, að Gísli Lárusson hafði alveg rétt fyrir sér, er hann lagði til að sleppa bátnum og bjarga okkur upp við Þjófanef.
Brimið fór sívaxandi, og stormurinn að sama skapi. Rúmum 2 klst. eftir að við gengum frá bátnum, var í flæði, og farið að ganga sjór undir bátinn. Við biðum hjá bátnum þar til farið var að falla út, og við álitum hann örugglega úr allri hættu. Þá fórum við enn til bóls, töluðum um daginn og veginn og nýfarna sjóferð. Að endingu var farið að spila á spil. Það var aðalskemmtunin í úteyjunum. Það er álit mitt, að þetta, sem ég nú hefi sagt frá, sé eitthvert hættulegasta æfintýri, sem ég hefi lent í. Ég viðurkenni því, að Gísli Lárusson hafði alveg rétt fyrir sér, er hann lagði til að sleppa bátnum og bjarga okkur upp við Þjófanef.
:::::::::::::::[[Magnús Guðmundsson|''Magnús Guðmundsson'']]
::::::::::::::::::::::[[Magnús Guðmundsson|''Magnús Guðmundsson'']]






{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 15. september 2012 kl. 22:12

Efnisyfirlit 1951



MAGNÚS GUÐMUNDSSON:


FERÐ Í ÁLSEY


Magnús Guðmundsson.

Magnús er fæddur að Vesturhúsum í Eyjum 27. júní 1872 og uppalinn þar, sonur hjónanna Guðmundar Þórarinssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Erlendsdóttur. Bæði voru þau hjón ættuð undan Eyjafjöllum.
Ekki var Magnús nema 12 ára að aldri, þegar hann hóf að stunda sjó, og 18 ára gerðist hann formaður.
16 ár var Magnús Guðmundsson formaður á opnum skipum og önnur 16 formaður á vélbátum hér í Eyjum. Magnús reyndist fengsæll formaður og happasæll. Árið 1886 gekk Magnús í stúkuna Báru nr. 2 og hefur ætíð verið í henni síðan. Hann hefur verið heiðursfélagi stúkunnar í nokkur ár.
Magnús giftist 1903 Jórunni Hannesdóttur hafnsögumanns Jónssonar, og hafa þau hjón búið flest sín hjúskaparár á Vesturhúsum við gæfu og góðan orðstír.
Magnús kann frá mörgu að segja frá gömlum tíma hér í Eyjum. Ársrit Gagnfræðaskólans birtir að þessu sinni eina slíka frásögn af svaðilför, sem farin var fyrir rúmum 60 árum.

Árið 1890 var ég ásamt fjórum öðrum mönnum við lundaveiði í Álsey. Ég hóf þar veiði í lundaháf árið 1884. Síðan stundaði ég þar lundaveiðar flest öll sumur fram á fimmta tug aldarinnar eða alls um 60 sumur. Ég segi ekki frekar frá þeim veiðum að þessu sinni.
Þetta ár, 1890, vorum við fimm í eyjunni, Gísli Lárusson, Jón Jónsson hreppstjóri í Dölum, Árni Sigurðsson frá Steinsstöðum, Ingvar Svipmundsson frá Nýjabæ og ég. Ingvar og Árni fóru alfarið til Kanada nokkrum árum síðar.
Á laugardagskvöldi fórum við þrír skyndiferð heim úr eyjunni Gísli, Jón og ég, á báti, er við höfðum til afnota. Hann var kallaður Sjampar.
Ferðin gekk vel heim, og sváfum við heima sunnudagsnóttina.
Jóni var illa við nafn bátsins og sagðist vera búinn að finna upp bæði veglegra og fallegra nafn á hann, og skyldi hann heita Viktoría í höfuðið á Bretadrottningu.
Sunnudagsmorguninn var hann kominn austan með alldimma þoku. Út úr hádegi fórum við þremenningarnir út í Klauf, því að þar settum við bátinn upp. Við settum nú bátinn á flot og létum í hann nokkra steina í kjölfestu. Síðan var haldið af stað út í Álsey.
Þegar við höfðum skammt farið, létti þokunni skyndilega. Jafnframt bráðhvessti, svo að minnka varð seglið. Áfram var haldið, enda ekki drægt til baka fyrir þrjá menn á örðugum bát.
Þegar við komum á Pollinn gegnt lendingunni við Eyna, sem heitir Lundakór og fláabekkur niður við sjóinn var brimið orðið svo mikið, að kórinn fylltist í ólögunum. Upp í þennan kór var báturinn dreginn á fangalínunni sem mun hafa verið um 12 metra löng úr tvöföldu kaðaltói með allvíðum kóssa í endanum. Í kórnum var sett brók á bátinn úr samskonar tói og var í fangalínunni. Brókin var síðan látin aftur fyrir stafn og fram með síðum bátsins og endaði hún með tveim kóssum, sem komu saman rétt framanan við bátsstefnið. Í þessa kóssa var blökkinni krækt, þegar báturinn var dreginn upp eða gefinn niður. Bátinn varð að draga upp mikinn bratta í nær 20 metra hæð.
Eins og áður segir, var komið mikið brim, þegar við komum á Pollinn. Þá sagði Gísli Lárusson, sem var formaður og eigandi bátsins: ,,Hér er algjörlega ófært. Við verðum að fara vestur fyrir Þjófanef og bjarga okkur þar upp og sleppa bátnum.“ Þá svarar Jón: ,,Ég samþykki aldrei að sleppa henni Viktoríu.“ „Hvað segir þú, Mangi?“ sagði Gísli þá. „Ég verð með Jóni.“ Gísli nefndi ekki oftar að sleppa bátnum, og tókum við að ráðgera, hvernig að skyldi fara og undirbúa landtöku. Gísli skyldi upp. Engum var betur trúandi til þess en honum. Árni skyldi koma með band og setja undir Gísla. Jón skyldi róa bakföllum, því að gagnslaust var að hamla. Ég skyldi kasta fangalínunni til Gísla. Ef Gísla tækist að hafa upp, og mér tækist að kasta fangalínunni, þá skyldu þeir Árni og Gísli hraða sér að uppdráttartauginni. Verst var að langalínan var allt of stutt, en enginn endi var í bátnum til að nota fyrir kastlínu á fangalínuna. Lögin í sjónum voru stutt og helzt engin.
Gísli komst klakklaust upp úr kórnum, og töldum við það góða byrjun.
Ég óttaðist mest, að krókur neðri blakkarinnar hrykki úr neðri kóssa brókarinnar, ef báturinn slakaði skyndilega á uppdráttartauginni, því að ekki varð því komið við að benzla fyrir krókinn nú, þótt það væri venja til öryggis.
Loks tókst mér að henda til Gísla fangalínunni, svo að hann náði henni. Um leið og við byrjuðum að leggja að, sagði Gísli: „Það er ekkert lag.“ Við það hægði Jón róðurinn. Brátt æpti ég í hann: „Róðu, róðu eins og þú getur!“ Og Jón svarar mér: „Ég skal róa, ég skal róa.“ Og báturinn kom að flánni. Gísli setti kóssa fangalínunnar á krók uppdráttarblakkarinnar, og þeir, sem uppi voru, drógu bátinn upp. Við Jón stukkum út úr bátnum sitt á hvort borð og lyftum bátnum að framan. Gísli hljóp nú upp til þeirra, er drógu. Báturinn var tæplega kominn hálfur upp í kórinn, þegar býsna stórt ólag greip hann og kastaði honum þversum yfir kórinn og upp í berg. Ég henti mér upp í miðrúmið og hélt mér dauðahaldi yfir miðrúmsþóftuna. Þungi ólagsins var svo mikill, að ég kenndi sársauka fyrir bringsspölunum lengi á eftir. Þegar ég gat áttað mig, lá Jón uppi í bátnum með handleggina yfir um andófsþóftuna. Báturinn hékk í uppdráttartauginni. Talsvert gat hafði komið á aðra síðu hans. Eitthvað hafði tapazt af því, er að heiman kom. Nú tókst brátt að draga bátinn upp í Efri-Lundakór, þar sem hann var bundinn. Síðan var gengið til tjalds. Það hét á úteyjamáli „að fara til bóls“. Auðvitað var þá hitað gott úteyjakaffi og etið með brauð og flatkökur.
Brimið fór sívaxandi, og stormurinn að sama skapi. Rúmum 2 klst. eftir að við gengum frá bátnum, var í flæði, og farið að ganga sjór undir bátinn. Við biðum hjá bátnum þar til farið var að falla út, og við álitum hann örugglega úr allri hættu. Þá fórum við enn til bóls, töluðum um daginn og veginn og nýfarna sjóferð. Að endingu var farið að spila á spil. Það var aðalskemmtunin í úteyjunum. Það er álit mitt, að þetta, sem ég nú hefi sagt frá, sé eitthvert hættulegasta æfintýri, sem ég hefi lent í. Ég viðurkenni því, að Gísli Lárusson hafði alveg rétt fyrir sér, er hann lagði til að sleppa bátnum og bjarga okkur upp við Þjófanef.

Magnús Guðmundsson