„Blik 1956/Fanginn í flöskunni“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
<big><big><big><big><center>''Fanginn í flöskunni''</center></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1956, bls. 79.jpg|thumb|400px|''Ungi maðurinn, fanginn í flöskunni''. ]] | [[Mynd: 1956, bls. 79.jpg|thumb|400px|''Ungi maðurinn, fanginn í flöskunni''. ]] | ||
Lína 18: | Lína 18: | ||
Nú skildi hann skáldið, þegar það kvað um nöðrubitið og nöðruna á botni staupsins. Áþreifanlega hafði hann fengið að kenna á því. <br> | Nú skildi hann skáldið, þegar það kvað um nöðrubitið og nöðruna á botni staupsins. Áþreifanlega hafði hann fengið að kenna á því. <br> | ||
Ýmsu hafði hann komið til leiðar á lífsleiðinni. Mörgu hafði hann tortímt, komið því fyrir kattarnef. Á unga aldri hafði hann glatað barnaláni foreldra sinna og sálarró. Síðar hafði hann tortímt heimilishamingju sinni, hamingju konu og barna. Sínu eigin lífi hafði hann tortímt, þó að tórað væri. Allt þetta varð hann að gera að boði hins stranga herra síns, sem hafði fært hann í fjötra. | Ýmsu hafði hann komið til leiðar á lífsleiðinni. Mörgu hafði hann tortímt, komið því fyrir kattarnef. Á unga aldri hafði hann glatað barnaláni foreldra sinna og sálarró. Síðar hafði hann tortímt heimilishamingju sinni, hamingju konu og barna. Sínu eigin lífi hafði hann tortímt, þó að tórað væri. Allt þetta varð hann að gera að boði hins stranga herra síns, sem hafði fært hann í fjötra. | ||
::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | ::::::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']] | ||
Núverandi breyting frá og með 15. september 2012 kl. 22:05
Hann var einu sinni ungur, og framtíðin brosti við honum. Hann æskti þess að geta verið með í gleðskap og „góðum félagsskap“. En minnimáttarkenndin og feimnin lágu á honum eins og farg. Hann þekkti marga unga menn með sama marki brennda. Þeir komu sér naumast að því að bjóða stúlku upp í dans sökum feimni og einræningsháttar. Þannig var hann einnig.
Sálarlífið var þvingað og ef til vill ekki alveg heilbrigt. Þá greip hann til þess óyndisúrræðis að setja í sig áfengi til þess að öðlast kjark og karlmennsku, að honum fannst. Þá var það eins og minnimáttargríman félli af honum. Nú fannst honum hann vera mikill maður, sem vogaði allt og gat allt. Nú fengu þeir, sem um sáu dansskemmtanir í Alþýðuhúsinu og Samkomuhúsinu að vita, hver hann var. Honum fannst sjálfum, að karlmennskan og áræðið gneistaði blátt áfram af sér.
Hann skildi það sem sé ekki sjálfur, að hann var nú orðinn einskonar gervimaður. Öll hans gleði var gervigleði. Kjarkur hans og karlmennska var fengin að láni úr áfengisflöskunni, hinum verðandi fangaklefa hans.
Hann gladdist yfir því, hversu hann virtist nú eiga marga viðhlæjendur og vini, þegar hann var undir áhrifum. En þeir hinir sömu ræddu sín á milli um rónaefnið, vesalinginn, — unga manninn, sem þannig arkaði fram á glapstigu. Eftir því sem ástríðan ágerðist, fannst honum viðhlæjendunum fækka og vinirnir smækka. Einn varð hann nú að bera sínar byrðar, og þær þyngdust með ári hverju.
Eitt sinn eftir viðburðaríkan dansleik í Alþýðuhúsinu tók hann loks sjálfur til að hugleiða alvarlega sitt eigið líf. Í rauninni hafði hann aldrei gert það fyrr. Hann uppgötvaði nú hinn hræðilega sannleika. Hann var orðinn þræll. Aðeins þessi litli kjark- og gleðiauki, sem hann hafði fengið að láni og streymt hafði til hans um stútinn, hafði gert hann að þræli. Hann var hnepptur í þrældóm. Hann var ekki lengur sjálfs síns herra, þegar svo bar undir. Bakkus konungur var í raun og veru orðinn húsbóndi hans, sem reyndist honum harðsnúinn og strangur herra, miður miskunnsamur og góðhjartaður. Hann var orðinn fangi í flösku Bakkusar.
Árin liðu eitt af öðru. Drykkjuskapur hans ágerðist. Skilningur hans á eigin eymd fór einnig vaxandi. En nú fékk hann ekki við neitt ráðið. Hann var sannarlega þræll, sem varð að hlýða, hvort sem hann vildi eða ekki og reika sína glapstigu að leiðarlokum. Á einverustundum sínum grét hann heitum tárum yfir örlögum sínum. Stundum skaut jafnvel þeirri ósk upp í huga hans, að hann hefði mátt fórna lífinu, ef hann hefði með því getað leitt til þess, að unga kynslóðin mætti öðlast nægilega ríkan skilning og nægilega eldheita sannfæringu með viljastyrk til að forðast ógæfu hans og lífsglötun. Þessa fórnarlund fannst honum hann eiga til, þegar hann syrgði mest hið heilbrigða æskuskeið sitt, áður en hann sýktist, og hann varð að róna. Hann hafði aldrei látið sér til hugar koma, að þær hörmungar biðu hans, að „hífingin“ leiddi að lokum til svo alvarlegra hluta.
Nú litu gömlu viðhlæjendurnir á hann með meðaumkun.
Nú skildi hann skáldið, þegar það kvað um nöðrubitið og nöðruna á botni staupsins. Áþreifanlega hafði hann fengið að kenna á því.
Ýmsu hafði hann komið til leiðar á lífsleiðinni. Mörgu hafði hann tortímt, komið því fyrir kattarnef. Á unga aldri hafði hann glatað barnaláni foreldra sinna og sálarró. Síðar hafði hann tortímt heimilishamingju sinni, hamingju konu og barna. Sínu eigin lífi hafði hann tortímt, þó að tórað væri. Allt þetta varð hann að gera að boði hins stranga herra síns, sem hafði fært hann í fjötra.