„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Rauðpilsa“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <big><big><center>Rauðpilsa.</center></big></big> <br> Einhverju sinni voru menn að taka gröf í vesturhluta Landakirkjugarðs. Skömmu eftir að þeir höfðu stungið svörðin...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Kvöld eitt nokkru seinna fór hinn galsafulli maður einhverra erinda niður í [[Sandur|Sand]]. Kom hann ekki fram um kvöldið og fannst ekki fyrri en daginn eftir skammt frá kirkjugarðinum. Lá hann þar rænulaus á veginum. Segja sumir, að hann kæmi ekki til rænu aftur, en aðrir segja, að hann hafi frá því sagt, að hann hefði fyrir hitt kvenmanninn, sem grafið var ofan á í kirkjugarðinum, og hefði hún leikið hann svona grátt.<br>
Kvöld eitt nokkru seinna fór hinn galsafulli maður einhverra erinda niður í [[Sandur|Sand]]. Kom hann ekki fram um kvöldið og fannst ekki fyrri en daginn eftir skammt frá kirkjugarðinum. Lá hann þar rænulaus á veginum. Segja sumir, að hann kæmi ekki til rænu aftur, en aðrir segja, að hann hafi frá því sagt, að hann hefði fyrir hitt kvenmanninn, sem grafið var ofan á í kirkjugarðinum, og hefði hún leikið hann svona grátt.<br>
Þetta átti að hafa borið við fyrir löngu.<br>
Þetta átti að hafa borið við fyrir löngu.<br>
{{Sögur og sagnir}}

Útgáfa síðunnar 25. nóvember 2011 kl. 19:24


Rauðpilsa.


Einhverju sinni voru menn að taka gröf í vesturhluta Landakirkjugarðs. Skömmu eftir að þeir höfðu stungið svörðinn af, komu þeir ofan á kvenmannslík. Var það klætt rauðu pilsi og með rauða sokka á fótum. Einn þeirra, sem unnu að greftinum, og átti heima fyrir ofan Hraun, hafði þá sagt í galsa, að gaman mundi að eiga vingott við þessa. Höstuðu hinir á hann, því að þeim þótti óvarlega talað. Hættu þeir síðan við að taka gröfina á þessum stað og grófu annars staðar.
Kvöld eitt nokkru seinna fór hinn galsafulli maður einhverra erinda niður í Sand. Kom hann ekki fram um kvöldið og fannst ekki fyrri en daginn eftir skammt frá kirkjugarðinum. Lá hann þar rænulaus á veginum. Segja sumir, að hann kæmi ekki til rænu aftur, en aðrir segja, að hann hafi frá því sagt, að hann hefði fyrir hitt kvenmanninn, sem grafið var ofan á í kirkjugarðinum, og hefði hún leikið hann svona grátt.
Þetta átti að hafa borið við fyrir löngu.