„ÍBV“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 164: Lína 164:
*[[Hokkífélagið Jakarnir]]
*[[Hokkífélagið Jakarnir]]


Flest félögin starfa alveg sjálfstætt og hafa sér stjórn og stjórnir. Því er oftast talað um fótbolta og handbolta í sambandi við ÍBV en aðrar greinar falla undir tilheyrandi félög.


== Stjórn ==
== Stjórn ==

Útgáfa síðunnar 22. júlí 2005 kl. 12:38

Undanfari og upphaf

Eins og nafn Íþróttabandalags Vestmannaeyja gefur til kynna er þetta bandalag margra mismunandi hópa. Mörg félög höfðu verið í Eyjum bæði fyrir stofnun bandalagsins og einnig hafa mörg félög starfað í gegnum árin samhliða Í.B.V.. Félögin Þór og Týr höfðu verið starfandi frá öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar og hvatt hvort annað áfram með stöðugri samkeppni. Þessi félög ásamt öðrum sértækari höfðu haft með sér félög sem kepptu á landsmótum. Hétu félögin Íþróttaráð Vestmannaeyja, Í.R.V. og undir stjórn Einars ríka var keppt fyrir hönd KV á landsmótum. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varð hnignun í íþróttamálum í Eyjum vegna þess að ungt fólk fékk vinnu hjá hernum og við síldveiðar á Norðurlandi. Með nýjum íþróttalögum var óskað eftir því að samband íþróttafélaga í Vestmannaeyjum væri stofnað. Hinn 6. maí 1945 var stofnað bandalag íþróttafélaga í Vestmannaeyjum, Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Félögin höfðu eitthvað keppt í eigin nafni upp á meginlandinu fyrir stofnun bandalagsins en nú skyldi keppa í nafni ÍBV utan héraðs.

Fyrsta sumarið (árið 1945) sem héraðssamband ÍBV var við stjórnvölin var vel skipulögð starfsemi og vissu félögin strax um vorið hvenær þau ættu að sjá um keppnir hvort sem er í knattspyrnu, handknattleik eða frjálsum íþróttum. Ekki var keppt í sundi þetta sumar því viðgerðir stóðu yfir á lauginni en strax um haustið hófst sundkennsla hjá Friðriki Jessyni.

Knattspyrnan þurfti að heyja baráttu við fiskinn sem laðaði menn á vertíðir. Það var þó á hásumrin sem menn gáfu sér tíma til að sparka í nokkra bolta. Handknattleikurinn var hins vegar mjög vinsæll og þetta tiltekna sumar hafði uppgangur aldrei verið meiri. Mörg mót voru haldin og voru margir áhorfendur og þá aðallega eldri konur. Frjálsar íþróttir höfðu aukist í vinsældum frá 1930 og á fjórða og fimmta áratugnum voru Vestmannaeyingar stórveldi í frjálsum íþróttum og unnu til fjölda verðlauna.

Sagan

Ekki er vitað mikið um fyrstu ár ÍBV þar sem allar heimildir glötuðust af einhverjum ástæðum. Fljótega var farið að óska eftir góðum íþróttavelli og árið 1954 hófust framkvæmdir við íþróttavöllinn í Löngulág. Mikil gróska var á þessum árum í öllum greinum. Íþróttagreinar sem meðal annars voru iðkaðar eru knattspyrna, handknattleikur, sund, fimleikar, glíma og körfuknattleikur.

Verðlaun og meistarar

Íþróttamenn ársins


Meistaraflokkur karla knattspyrnu

Íslandsmeistarar í efstu deild:

  • 1979
  • 1997
  • 1998

Bikarmeistarar:

  • 1968 ÍBV-KRb 2:1
  • 1972 ÍBV-FH 2:0
  • 1981 ÍBV-Fram 3:2
  • 1998 ÍBV-Leiftur 2:0

2. sæti í bikarkeppni:

  • 1970 ÍBV-Fram 1:2
  • 1980 ÍBV-Fram 1:2
  • 1983 ÍBV-ÍA 1:2
  • 1996 ÍBV-ÍA 1:2
  • 1997 ÍBV-Keflavík 1:1, 0:0, 4:5 Víti
  • 2000 ÍBV-ÍA 1:2

Deildarbikarmeistarar:

  • 1997 ÍBV - Valur 3:2

Sigurvegar í næstefstu deild:

  • 1967
  • 1976
  • 1985

Meistarar Meistaranna:

  • 1980 ÍBV-Fram 0:0, 4:3 í vítakeppni
  • 1984 ÍBV-ÍA 2:1
  • 1996 ÍBV-ÍA 5:3
  • 1998 ÍBV-Leiftur 2:1

Drago-styttan (prúðasta lið deildar miðað við fæst gul og rauð spjöld):

  • 1976 (næstefsta deild)
  • 1996
  • 1997
  • 1998

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og MasterCard: (prúðasta lið valið af nefnd):

  • 1995
  • 1996
  • 1997
  • 1998

Prúðasti leikmaður efstu deildar:

Besti leikmaður efstu deildar:

Efnilegasti leikmaður efstu deildar:

Markakóngar í efstu deild:

  • 1972 Tómas Pálsson 15 mörk
  • 1981 Sigurlás Þorleifsson 12 mörk
  • 1982 Sigurlás Þorleifsson 10 mörk
  • 1997 Tryggvi Guðmundsson 19 mörk
  • 1998 Steingrímur Jóhannesson 16 mörk
  • 1999 Steingrímur Jóhannesson 12 mörk
  • 2004 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 12 mörk

Meistaraflokkur kvenna knattspyrnu

Bikarkeppnin:

  • 2003 ÍBV-Valur 1:3, 2. sæti
  • 2004 ÍBV-Valur 2:0, Bikarmeistarar

Deildarbikarmeistarar:

  • 2004 ÍBV-Valur 3:1

Knattspyrnukona Íslands:

Markahæstar í efstu deild:

  • 2004 Margrét Lára Viðarsdóttir, 23 mörk

Prúðasti leikmaður efstu deildar:

Kvennabikarinn (veittur fyrir gott starf í kvennaknattspyrnu):

  • 1998

Meistaraflokkur karla handknattleik

Deildarmeistarar 2. deild:

  • 1988
  • 1995

Bikarmeistarar:

  • 1991

Meistaflokkur kvenna handknattleik

Íslandsmeistar:

  • 2000
  • 2003
  • 2004

Bikarmeistarar:

  • 2001
  • 2003
  • 2004

Deildarmeistarar:

  • 2003
  • 2004

Meistarar meistaranna:

  • 2000
  • 2001
  • 2002
  • 2003
  • 2004

ÍBV - héraðssamband

Þau félög sem að eru í héraðssambandi ÍBV eru eftirtalin:

Flest félögin starfa alveg sjálfstætt og hafa sér stjórn og stjórnir. Því er oftast talað um fótbolta og handbolta í sambandi við ÍBV en aðrar greinar falla undir tilheyrandi félög.

Stjórn

Formenn

Starf í dag

Eftir sameiningu Týs og Þórs, árið 1996, hefur starfið vaxað og dafnað. Má minnast á gott gengi meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir lok 20. aldarinnar þegar þeir urðu tvisvar Íslandsmeistarar og bikarmeistarar og í byrjun 20. aldarinnar hafa bæði kynin í meistaraflokk handboltans náð frábærum árangri og kvennaliðið sópað að sér titlunum.

Ánægjuleg er fjölbreytnin sem skapast hefur á undanförnum árum. Krakkar hafa úr ótal möguleikum að velja úr og nýjar greinar eins og hnefaleikar, dans og hokký hafa bæst í úrvalið á undanförnum árum.


Tenglar


Heimildir

  • Þorsteinn Gunnarsson. 50 ára afmælisrit ÍBV. 1995. Vestmannaeyjar: ÍBV.