„Blik 1980/Fjárhundahald í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Changed protection level for "Blik 1980/Fjárhundahald í Vestmannaeyjum" [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Blik 1980|Efnisyfirlit]]
== Fjárhundahald í Vestmannaeyjum ==
== Fjárhundahald í Vestmannaeyjum ==


Lína 31: Lína 34:
Eftir að [[Friðrik Benónýsson]] flutti til Eyja (1902) og tók að stunda þar dýralækningar, framkvæmdi hann hundahreinsanir fyrir hreppstjórana og sýslumanninn. Þótti það takast með ágætum. Þar var vissulega náttúran náminu ríkari.<br>
Eftir að [[Friðrik Benónýsson]] flutti til Eyja (1902) og tók að stunda þar dýralækningar, framkvæmdi hann hundahreinsanir fyrir hreppstjórana og sýslumanninn. Þótti það takast með ágætum. Þar var vissulega náttúran náminu ríkari.<br>


[[Þorsteinn Víglundsson|Þ.Þ.V]]
:::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V'']]
{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 14. desember 2009 kl. 15:03

Efnisyfirlit


Fjárhundahald í Vestmannaeyjum

Það er við hæfi þegar birtar eru skýrslur yfir sauðfjáreign Eyjamanna um aldarskeið, að minna á fjárhundaeign Eyjafólks, því að fjárhundar á þessu landi okkar hafa stundum verið sagðir „Þörfustu þjónarnir næst hestunum“. Hér birtum við stuttan útdrátt úr „Hundahaldsbók Vestmannaeyjahrepps“, eins og heimildin heitir á máli gömlu hreppstjóranna í Eyjum.

  • 1898: 18 hundar í hreppnum og allir í eigu jarðarbænda nema einn, hundur héraðslæknisins.
  • 1899: 21 hundur í hreppnum, þar af 18 í eigu bænda og þrír í eigu „þurrabúðarmanna“.
  • 1900: 20 hundar í hreppnum.
  • 1901: 20 hundar í hreppnum.
  • 1902: 18 hundar í hreppnum.
  • 1903: 24 hundar í hreppnum.
  • 1904: 26 hundar „og tíkur“.
  • 1905: 23 hundar „og tíkur“.
  • 1906: 25 hundar.
  • 1907: 27 hundar „og tíkur“. Þar af 7 hundar í eigu „þurrabúðarmanna“.
  • 1908: 27 hundar.
  • 1909: 28 hundar.
  • 1910: 23 hundar og tíkur.
  • 1911: 21 hundur.
  • 1912: 23 hundar og tíkur. Fimm hundar voru drepnir í nóvember.
  • 1913: 22 hundar og tíkur.
  • 1914: 27 hundar, þar af 7 í eigu „þurrabúðarmanna“.
  • 1915: 31 hundur, en þrír voru drepnir í nóvember.
  • 1916: 28 hundar, „Þar af fimm laxeraðir“.
  • 1917: 25 hundar og allir „laxeraðir“.
  • 1918: 34 hundar.
  • 1919: 32 hundar.


Hundahreinsun létu hreppstjórarnir framkvæma á hverju ári, oftast í desembermánuði. Alltaf komu bandormar niður af einhverjum hundum og var tala þeirra skráð í „Hundahaldsbókina. Árið 1904 t.d. „komu þriggja álna langir ormar“ niður af nokkrum hundanna. Mörg árin komu 1-2 bandormar niður af sumum þeirra.
Árið 1909 tekur annar hreppstjórinn það fram, „að flestar þessar hrákindur voru kaffærðar í sjó og tók það starf 8 daga samtals“, eins og þar segir.
Eftir að Friðrik Benónýsson flutti til Eyja (1902) og tók að stunda þar dýralækningar, framkvæmdi hann hundahreinsanir fyrir hreppstjórana og sýslumanninn. Þótti það takast með ágætum. Þar var vissulega náttúran náminu ríkari.

Þ.Þ.V