„Blik 1969/Skaftfellskar myndir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: ==Skaftfellskar myndir== Segja má með sanni, að Blik hafi haft nokkurt gengi og átt ærinni hamingju að fagna með Vestur-Skaftfellingum. Til þess að sýna þakklæti sitt í ve...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
3. Valgerður, gift Helga Bjarnasyni frá Sviðsholti.
3. Valgerður, gift Helga Bjarnasyni frá Sviðsholti.


[[Mynd: Páll Jónsson klausturhaldari.jpg|350px|left|thumb|''Páll Jónsson klausturhaldari.'']]
Börn séra Páls í Hörgsholti eru talin vera 10. Þau eru þessi:
Börn séra Páls í Hörgsholti eru talin vera 10. Þau eru þessi:


Lína 38: Lína 39:
Mýrdal. Sonur þeirra hjóna er [[Matthías Finnbogason]] að [[Litlhólar|Litlhólum]] hér í bæ.
Mýrdal. Sonur þeirra hjóna er [[Matthías Finnbogason]] að [[Litlhólar|Litlhólum]] hér í bæ.
::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ. Þ.V.'']]
::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ. Þ.V.'']]
[[Mynd: Kirkjubæjarklaustur.jpg|500px|left|thumb|''Kirkjubæjarklaustur, gamli bærinn og útihúsin.'']]
[[Mynd: Ungmennafélagið Kári.jpg|500px|ctr|]]
::''Frá Ungmennafélaginu Kára í Dyrhólahreppi''
[[Mynd: Heimilisfólk Halldórs kaupmanns.jpg|600px|ctr.]]
[[Mynd: Dyrhólar 2.jpg|500px|left|thumb|''Bærinn Dyrhólar í Mýrdal.'']]

Útgáfa síðunnar 29. nóvember 2009 kl. 21:41

Skaftfellskar myndir

Segja má með sanni, að Blik hafi haft nokkurt gengi og átt ærinni hamingju að fagna með Vestur-Skaftfellingum. Til þess að sýna þakklæti sitt í verki fyrir ánægjuna af skaftfellskum kynnum, birtir ritið nú nokkrar myndir frá liðnum tímum í sýslunni. Jafnframt er þess beiðzt, að vinir ritsins þar austur í sýslunni vestri taki viljann fyrir verkið.
Ritið færir Vestur-Skaftfellingum hlýjar þakkir fyrir skýringar og aðra aðstoð við birtingu myndanna.

Páll Jónsson, klausturhaldari

Einn af kunnustu sveitarhöfðingjum Vestur-Skaftfellinga um og eftir aldamótin 1800 var Páll Jónsson, klausturhaldari á Kirkjubæjarklaustri. Með því að þessi mynd af honum féll Bliki í skaut, finnst okkur rétt að geta hér afkomenda klausturhaldarans, þar sem afkomendur hans sumir eru búsettir hér í Eyjum.
Foreldrar klausturhaldarans voru Jón bóndi Snjólfsson að Fljótum í Meðallandi og kona hans, Hallgerður Ólafsdóttir frá Steinsmýri.

Páll Jónsson var nálega 30 ár klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs og 19 ár „spítalahaldari“ á Hörgslandi. Hann var jafnan talinn búhöldur góður.
Fyrri kona Páls klausturhaldara var Valgerður Þorgeirsdóttir frá Arnardrangi.
Synir þeirra voru:
1. Þorgeir stúdent
2. Séra Ólafur í Eyvindarholti
3. Séra Ásgrímur í Stóra-Dal.

Seinni kona Páls klausturhaldara var Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Leirvogstungu. Börn þeirra voru:

1. Séra Páll í Hörgsdal og prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu. Kona hans var Matthildur Pálsdóttir.
2. Karítas, gift Brandi Jakobssyni á Vatnsenda.
3. Valgerður, gift Helga Bjarnasyni frá Sviðsholti.

Páll Jónsson klausturhaldari.

Börn séra Páls í Hörgsholti eru talin vera 10. Þau eru þessi:

1. Sigríður, gift sér Þorvarði Jónssyni presti að Holti.
2. Ragnheiður, gift séra Þórkatli Eyjólfssyni á Staðastað.
3. Valgerður, gift séra Helga Sigurðssyni á Melum.
4. Guðný, gift Guðmundi bónda Guðmundssyni, Fossi á Síðu.
5. Magnús bóndi í Ytri-Skógum.
6. Ólafur alþingismaður á Höfðabrekku.
7. Páll trésmiður á Geirlandi.
8. Þorgerður, gift Brynjólfi Brynjólfssyni, Hvammi í Mýrdal.
9. Jón trésmiður í Kvígindisdal.
10. Matthildur, gift Finnboga hreppstjóra Einarssyni í Þórisholti í Mýrdal. Sonur þeirra hjóna er Matthías FinnbogasonLitlhólum hér í bæ.

Þ. Þ.V.
Kirkjubæjarklaustur, gamli bærinn og útihúsin.


Frá Ungmennafélaginu Kára í Dyrhólahreppi


ctr.



Bærinn Dyrhólar í Mýrdal.